Ekki bara sjómenn sem mæta á fundinn

Eins og fram hefur komið sigldu mörg fiskiskip úr Eyjaflotanum til Reykjavíkur í nótt en þar ætla sjómenn að sameinast á samstöðufundi útgerðarmanna, sjómanna og starfsfólks í sjávarútvegi. En það eru ekki bara sjómenn frá Eyjum sem ætla að fjölmenna á fundinn, því um 70 manna hópur starfsfólks Vinnslustöðvarinnar mun einnig mæta á fundinn og […]
Níu skip frá Eyjum á leið til Reykjavíkur?

Ekki verður betur séð en að í það minnsta níu skip séu á leið frá Eyjum til Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til samstöðufundar útgerðarmanna og sjómanna á Austurvelli. Samkvæmt vefnum marinetraffic.com eru Suðurey VE, Drangavík VE, Ísleifur VE, Kristbjörg VE, Kap VE, Jón Vídalín VE, Vestmannaey VE, Bergey VE og Bergur VE öll […]
Látið okkur í friði

„Frumvörpin um sjávarútveginn sem liggja nú fyrir Alþingi eru klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks. Það er morgunljóst að auðlindagjald í sjávarútvegi kemur til með að rýra kjör sjómanna og landverkafólks. Allir aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvörpin eru sammála um að svo sé. Fundurinn tekur heilshugar undir þá skoðun að auðlindagjald í […]
Eyjamenn sigla á samstöðufund

Áhafnir fjölmargra skipa úr Vestmannaeyjum munu sigla skipum útgerða úr Eyjum til Reykjavíkur og taka þátt í samstöðufundi sem haldinn verður á Austurvelli á morgun. Suðurey, skip Ísfélags Vestmannaeyja, mun sigla til Reykjavíkur, en fyrir á útgerðarfélagið þrjú skip í Reykjavík að sögn útgerðarstjóra. (meira…)
Eyjamenn fengu ekki að sjá Venus

Í gærkvöldi og í nótt gekk Venus fyrir Sólu. Fylgst var með viðburðinum út um allan heim en reiknað var með því að fyrirbærið myndi sjást vel á Íslandi. Félagar í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja komu saman en veðurguðirnir voru þeim ekki hliðhollir því skýjað var í gærkvöldi þannig að félagar sáu ekki til sólar, né Venusar. […]
Baldock fyrstur að fá fjögur gul

George Baldock, enski miðjumaðurinn hjá ÍBV, varð fyrsti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta á þessu keppnistímabili til að fá fjögur gul spjöld og fara þar með í eins leiks bann. Baldock hefur verið í byrjunarliði Eyjamanna í öllum sex leikjum þeirra það sem af er tímabilinu og fengið gula spjaldið í fjórum þeirra. (meira…)
Grindvíkingar mótmæla frumvörpunum

„Við sjómenn, mótmælum harðlega þeim frumvörpum ríkisstjórnarinnar sem beinast að starfsöryggi okkar. Þessi frumvörp munu hafa bein og óbein áhrif á allt samfélagið og mun landsbyggðin koma þar verst út,“ segir í yfirlýsingu Grindvíkinganna. (meira…)
Umfjöllun um kvennaknattspyrnuna í ár!

Hver var tilgangurinn með því að kaupa réttinn af kvennaknattspyrnu á Íslandi? Mér virðist eini tilgangurinn vera sá að minnka umfjöllunina og þar af leiðandi áhugann á íslenskri kvennaknattspyrnu. Það er ekki nóg að henda einni vél á einn leik í umferð og senda út. Hvar er umfjöllunin? (meira…)
Vill að stjórnvöld innkalli kvótann

Nýti útvegsmenn ekki þær aflaheimildir sem þeim hefur verið úthlutað af ríkinu um þessar mundir ætti ríkisstjórnin þegar að hefjast handa við að innkalla þær heimildir og úthluta til annarra. Samhliða því ætti að skoða hvort ekki ætti að efla strandveiðar við landið. (meira…)
Pétur í raðir Kristiansund

Besti leikmaður ÍBV í vetur í handboltanum, línumaðurinn Pétur Pálsson, hefur ákveðið að yfirgefa félagið og leika með norska handknattleiksliðinu Kristiansund. Þetta kemur fram á mbl.is en Pétur gerir tveggja ára samning við norska liðið. Hann er annar leikmaður ÍBV sem yfirgefur liðið en áður hafði Vignir Stefánsson skipt yfir í Val. (meira…)