Fylgjum ÍBV óháð hvaðan leikmennirnir koma

Mig langar að bara að segja það að Magnús þjálfari ÍBV kemur inn á fínan punkt þegar hann ræðir umfjöllun sérfræðinga Stöðvar2 um Eyjaliðið þ.e. vegna fjölda útlendinga í ÍBV. Mig langar að spyrja sérfræðingana, er munur á því hvort erlendir leikmenn eða íslenskir leikmenn leiki í liðum í efstu deild og hafa ekki verið […]

Skóladagur GRV í Barnaskólahúsinu í dag

Í dag miðvikudaginn 16. maí milli kl. 17 og 20 bjóðum við alla bæjarbúa velkomna í skólann okkar til að sjá hluta af því sem við erum að fást við alla daga. Stofur nemenda verða opnar gestum og gangandi. Þar eru hluti af verkefnum vetrarins til sýnis og gestir geta látið ljós sitt skína með […]

Védís og Herdís halda þverflaututónleika í kvöld

Þær Védís Guðmundsdóttir og Herdís Gunnarsdóttir munu halda þverflaututónleika í kvöld miðvikudaginn, 16. maí, í Safnaðar­heimili Landakirkju en tónleikarnir hefjast klukkan 19:30. Á tónleikunum munu þær flytja klassískt efni, bæði saman og í sín hvoru lagi, auk þess sem þær taka eitt lag með Ástu Maríu Harðardóttur en um undirleik sér Guðmundur H. Guðjónsson, faðir […]

Álfasteinninn kominn á sinn stað

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, flutti Árni Johnsen álfastein til Eyja í gær, þriðjudag. Steininn flutti hann ofan úr jaðri Svínahrauns en þar hafði hann komið auga á steininn og bjargað undan nýjum Suðurlandsvegi. Árni fékk í lið með sér Ragnhildi Jónsdóttur, álfasérfræðing úr Álfagarðinum í Hafnarfirði, sem sá um flutninginn á álfunum […]

101. leikári Leikfélagsins að ljúka

101. leikári Leikfélags Vestmannaeyja lýkur nú um helgina með lokasýningum af söngleiknum Banastuð og barnasýningunni Galdrakarlinn í Oz. Leikárið hefur gengið vel og mikil gróska verið í starfsemi félagsins. Nú fer á fullt undirbúningur sumarstarfsins en töluvert af verkefnum liggur fyrir hjá félaginu. Vill stjórn félagsins koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lagt […]

Magnús dómari gerði vel fyrir KR

Eyjamenn máttu ganga svekktir af velli eftir 3:2 tap gegn KR. Magnús Þórisson dæmdi þrjár vítaspyrnur á ÍBV, tvær þeirra voru í besta falli vafasamar og sú þriðja var ekkert annað en rangur dómur. Eyjamenn lentu 2:0 undir en náðu að jafna í seinni hálfleik. KR-ingar fengu þriðju vítaspyrnuna í síðari hálfleik og í uppbótartíma […]

ÍBV fær ungan miðjumann frá Millwall

Nítján ára enskur miðjumaður, Jake Gallagher, fær leikheimild með ÍBV frá og með morgundeginum. Hann verður því löglegur með Eyjaliðinu í fjórðu umferð en getur ekki leikið gegn KR í kvöld. Gallagher kemur frá Millwall þar sem hann var fyrirliði unglingaliðsins. Samkvæmt heimasíðu Millwall er um að ræða baráttuglaðan leikmann sem er góður skotmaður og […]

Fyrsta myndin af Heimaey VE í íslenskri lögsögu

Heimaey VE 1, nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Ísfélagsins bíður nú þess að sigla inn í heimahöfn í fyrsta sinn. Áhöfnin á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug yfir skipið í gær og náði þessari ágætu mynd af skipinu á siglingu í átt að Vestmannaeyjum og er það klárlega fyrsta myndin af skipinu í íslenskri lögsögu. (meira…)

Hugsa bara um að vinna titil

„Ég hef ekkert heyrt frá forráðamönnum Potsdam eða Kristianstad og veit ekki til þess að neitt sé í gangi. Fréttirnar um að ég sé að fara til Svíþjóðar eru ekki á neinum rökum reistar. Ég er samningsbundin Potsdam til 2013 og nú hugsa ég ekki um neitt annað en að taka þátt í að tryggja […]

ÍBV fær markvörð frá Rangers

Khym Ramsay, markvörður frá Rangers í Skotlandi, hefur fengið leikheimild með ÍBV og getur spilað með liðinu í næstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Ramsay er 23 ára gömul og var á dögunum kölluð inní skoska landsliðshópinn í fyrsta skipti, fyrir vináttulandsleik gegn Pólverjum. Hún sat á varamannabekknum í 3:1 sigri skoska liðsins í Gdansk. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.