Fyrsti leikur sumarsins í Eyjum

Í dag, laugardag, fer fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikur sumarsins þegar KFS tekur á móti Ármanni í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á Helgafellsvelli og hefst klukkan 14:00. KFS gekk ágætlega í vetrarleikjum en liðið lék í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins á dögunum eftir að hafa endaði í efsta sæti í sínum riðli. (meira…)

Nokkur sæti laus á Selfossleikinn

Karlalið ÍBV leikur fyrsta leik sinn í Pepsídeildinni á sunnudaginn þegar Eyjamenn sækja Selfyssinga heim í Suðurlandsslag Íslandsmótsins. Stuðningsmenn ÍBV bíða spenntir eftir sumrinu og munu vafalaust fjölmenna á leikinn. Þeir sem eru hins vegar í vandræðum með að redda sér fari til og frá Landeyjahöfn, geta komið við á skrifstofu ÍBV í Týsheimilinu klukkan […]

ÍBV semur við Georgetu

ÍBV hefur samið við Georgetu Grigore að spila með liðinu næsta tímabil. Leikmaðurinn kom inn til liðsins í lok október í fyrra og lék með liðinu til enda tímabilsins. Georgeta reyndist hinn mesti liðstyrkur og lék vel með liðinu í úrslitakeppninni. (meira…)

Taka á móti Selfossi á morgun

Kvennalið ÍBV leikur síðasta æfingaleik sinn fyrir Íslandsmótið á morgun, laugardag. Þá tekur liðið á móti nýliðum í Pepsídeild kvenna, Selfossi en leikur liðanna hefst klukkan 11:45 á Helgafellsvellinum. Stuðninsgmenn liðsins eru hvattir til að kíkja á stelpurnar og sjá hvernig liðið kemur undan vetri. (meira…)

Minningarleikur Steingríms Jóhannessonar um Sjómannadagshelgina

Föstudaginn 1. júní, um Sjómannadagshelgina, verður sannkallaður stórleikur á Hásteinsvellinum þegar ÍBV og Fylkir mætast. Um er að ræða sérstakan minningarleik Steingríms Jóhannessonar, sem einmitt vann titla með báðum liðum en lengst af lék hann auðvitað með ÍBV. Liðin í leiknum verða skipuð gömlum leikmönnum félaganna, sem flestir léku með Steingrími en þar sem um […]

Lag sem fjallar um hafið sem umlykur Vestmannaeyjar verður frumflutt

Þær eru nokkrar hljómsveitirnar sem Eyjamenn hafa tekið ástfóstri við og eru Stuðmenn ofarlega í þeim hópi. Eftirminnilegar eru þjóðhátíðirnar 1982, þegar vinsælasta mynd Íslandssögunnar, Með allt á hreinu varð til. Eru atriðin í Vestmannaeyjum meðal hápunkta hennar. Svo var það stóra þjóðhátíðin 1986 sem sló öll met í aðsókn. Í næstu viku, föstu­daginn 24. […]

Á skaki með Dóra og Einari

Í dag er fallegur vordagur í Eyjum, varla skýhnoðri á himni. Við slíkar aðstæður er gaman á sjó. Halldór Halldórsson, húsvörður á Sjúkrahúsinu brá sér á skak með Einari Hallgrímssyni, að áliðnu sumri á síðasta ári í veðri eins og nú er. Á myndbandinu sem hér fylgir sjáum hvernig þeim félögum gekk. (meira…)

Fyrstu beltaprófin hjá Karatefélagi Vestmannaeyja

Fyrstu beltaprófin hjá Karatefélagi Vestmannaeyja í langan tíma voru þreytt um helgina. Sensei Reinhard Reinharðsson 3. dan kom frá Karatefélagi Reykjavíkur (KFR) og gráðaði. 29 á aldrinum 8-18 ára tóku prófið, 27 strákar og 2 stelpur og stóðust allir með glæsibrag. Nokkrir í viðbót verða gráðaðir í vikunni, þeir komust ekki í prófið núna. (meira…)

Áfram veginn í Eyjum

Bílabúð Benna sækir Vestmannaeyjar heim um næstu helgi, 5. og 6. maí. Til sýnis verða allir nýjustu gæðagripirnir frá Chevrolet og hinn magnaði Porsche Cayenne dísel . Bílasýningin verður haldin við Básaskersbryggju á laugardaginn frá kl. 10 – 16 og sunnudaginn frá kl. 12 – 16. (meira…)

Karlakór Reykjavíkur heimsækir Eyjar um aðra helgi

Laugardaginn 12. maí næstkomandi heimsækja góðir gestir eyjuna fögru þegar Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika í Betel kl. 15.30. Í söngskrá kórsins segir að þeim kórfélögum hlakki mikið til að heimsækja Eyjar. Efnisskráin verður fjölbreytt, telur 19 lög. Í tilefni af því að liðin eru 165 ár frá fæðingu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskálds, hefjast tónleikarnir á tveimur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.