Karlakór Reykjavíkur heimsækir Eyjar um aðra helgi
4. maí, 2012
Laugardaginn 12. maí næstkomandi heimsækja góðir gestir eyjuna fögru þegar Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika í Betel kl. 15.30. Í söngskrá kórsins segir að þeim kórfélögum hlakki mikið til að heimsækja Eyjar. Efnisskráin verður fjölbreytt, telur 19 lög. Í tilefni af því að liðin eru 165 ár frá fæðingu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tónskálds, hefjast tónleikarnir á tveimur lögum eftir hann; Ingólfs minn og Móðurmálinu. Með kórnum í för er Viðar Gunnarsson, óperusöngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó leikari.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst