Eimskipsmenn sigla Herjólfi næstu árin

Vegagerðin hefur samið við Eimskip um rekstur Herjólfs fram til ársins 2014 og hefur áhöfn skipsins og starfsfólk í afgreiðslu verið endurráðið. Sem kunnugt er var öllu starfsfólkinu sagt upp störfum, þegar Vegagerðin ákvað að bjóða rekstur skipsins út að nýju. Rekstur Herjólfs var boðinn út í tvígang. Í fyrra skiptið reyndust einhverjir formgallar á […]
Frábært nýtt golfmót!

Á morgun 1. maí hefst nýtt golfmót sem er 4×9 holur. Þetta fyrirkomulag ætti að vera mjög skemmtilegt og spennandi. Upplýsingar um mótið: (meira…)
�?fingaleikur gegn KFR á morgun

Karlalið ÍBV leikur æfingaleik gegn 2. deildarliði KFR á Helgafellsvelli klukkan 15:00 á morgun, laugardag. Þarna gefst stuðningsmönnum ÍBV kærkomið tækifæri til að skoða liðið fyrir komandi átök en Íslandsmótið hefst sunnudaginn 6. maí þegar ÍBV sækir nýliða Selfoss heim. (meira…)
Göngum vel um fallegu Eyjuna okkar

Sæll Tói Í upphafi vil ég segja að ég deili algerlega með þér þeim tilfinningum sem þú segir að hellist stundum yfir þig þegar þú sérð umgengni um okkar fallegu Eyju. Undrun, hneyksli og já dálítið af reiði gera stundum vart við sig þegar maður horfir yfir eða gengur um hér á fallegsta landsvæði á […]
Á Eiðið að vera svona?

Tói Vídó sendi ritstjórn Eyjafrétta póst þar sem hann deilir áhyggjum sínum yfir umgengni inn á Eiði og spyr hvort ekki sé hægt að ráða bót á umgengninni. „Málið er það að oft fer ég í göngutúra um okkar fallegu eyju sem er yndisleg. En það er sérstaklega einn staður sem fer alveg svakalega í […]
Rokkað til heiðurs sjómönnum og konum

Það verður kátt í Höllinni og ekkert til sparað föstudagskvöldið 1. júní næstkomandi þegar Rokkhljómsveitin Tyrkja-Gudda stígur á svið og leikur rjómann af bestu rokklögum sögunnar. Fram koma meðal annars stórstjörnurnar Eyþór Ingi, Páll Rósinkranz, Magni & Birgir Haralds úr Gildrunni. Þessa mögnuðu og kraftmiklu hljómsveit, Tyrkja-Guddu, skipa Eyjamennirnir Birgir Nielsen á trommur, Páll Viðar […]
Gunnar Heiðar með tvennu í sigri Norrköping

Íslenski framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leikur með Norrköping í Svíþjóð skoraði tvennu í sigri liðsins á Malmö FF í dag. Gunnar Heiðar kom Norrköping yfir með heldur umdeildu marki, en þá var skotið í hönd hans og þaðan fór knötturinn í netið. Malmö tókst að jafna um miðjan síðari hálfleik áður en Gunnar kom […]
Gleðilegt sumar!

Lundinn settist upp á sumardaginn fyrsta í Heimakletti, þannig að hann var óvenju jákvæmur í ár. Í gærkvöldi var síðan gríðarlegt lundaflug í öllum fjöllum og ljóst að lundinn er mættur í milljónatali að venju. Varðandi lundasumarið þá reikna ég frekar með því að umhverfisráðherra verði búinn að banna allar veiðar áður en veiðitíminn hefst […]
Heimaklettur á fallegum vordegi

Það er fallegt í Eyjum og aldrei hægt að fá nóg af fegurðinni. Þetta segir Halldór Halldórsson, húsvörður á Sjúkrahúsinu, sem oftsinnis bregður sér í göngutúra um eyjuna með vídeóvélina meðferðis. Í byrjun apríl lagði hann leið sína undir Löngu og uppá Heimaklett með vélina góðu og eyjafrettir fengu leyfi hjá honum að að birta […]
Sterk fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar

Á bæjarstjórnarfundi í gær, kynnti Elliði Vignisson, bæjarstjóri, niðurstöðu ársreiknings Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011. Þar kom fram að rekstrarafkoma bæjarins varð 430 milljónir króna og eigið fé var 4 milljarðar og 750 þúsund. Var ársreikningurinn samþykktir 7-0 í bæjarstjórn. (meira…)