Töpuðu fyrir Víking �?lafsvík í dag

Knattspyrnulið ÍBV er þessa dagana í æfingaferð á Oliva Nova á Spáni. Liðið lék í dag síðari æfingaleik sinn í ferðinni þegar strákarnir léku gegn Víking Ólafsvík. Það voru Víkingar sem höfðu betur 1:0 en samkvæmt heimildum Eyjafrétta.is vantaði átta leikmenn í byrjunarlið ÍBV í leiknum. (meira…)

Kolsvartur húmor í frábærri sýningu

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi söngleikinn Banastuð á föstudagskvöldið. Undirritaður hafði litið við á æfingu í vikunni fyrir frumsýningardaginn og var verulega spenntur að sjá söng­leikinn í heild sinni. Banastuð stendur undir öllum þeim væntingum sem gera má til sýningarinnar, skemmtilegur og svartur húmor, góð lög og í einu orði sagt frábær sýning. (meira…)

Vel tekið á því í æfingaferð

Hér hefur veðrið ekki leikið við okkur, frekar skýjað og töluverð rigning með þrumum og tilheyrandi hræðslu hjá sumum leikmönnum. Æfingar hafa hinsvegar gengið vel og fínn mórall í hópnum. Tvær æfingar voru í gær, fimmtudag og var vel tekið á. Enduðum æfinguna á skalltennis, tveir saman í liði og sigurvegarar urðu Brynjar og Þórarinn […]

Herjólfur siglir seinni ferðir dagsins til Landeyjahafnar í dag fimmtudag

Ákveðið hefur verið að sigla til Landeyjahafnar tvær ferðir. Aðstæður í Landeyjahöfn er góðar utan þess að dýpi er ekki komið í það ástand að hægt sé að sigla þangað á öllum tímum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að sigla eftir sjávarföllum þ.e. sigla á og við háflóð (meira…)

Blítt og létt í Höllinni í kvöld

Blítt og létt hópurinn mun halda fjölskylduskemmtun í dag, fimmtudaginn 5. mars (Skírdag) í Höllinni. Þetta er jafnframt síðasta skemmtun hópsins fyrir Færeyjaferð á næstunni. Skemmtunin hefst klukkan 20:30 en húsið opnar klukkan 20:00. (meira…)

Er skelfingu lostinn eftir fund

Nýtt sjávarútvegsfrumvarp hefur vakið upp mikil viðbrögð hjá útgerðum og sveitarfélögum víða um land sem telja sjávarútveg í núverandi mynd dauðadæmdan. Fréttir leituðu eftir áliti Arnars Hjaltalíns, formanns Drífanda-, stéttarfélags, á frumvarpinu og þeim álitamálum sem fjallað hefur verið um og snúa að skiptaverði í beinum viðskiptum milli sjómanna og útgerðarmanna. (meira…)

Aðdragandi og umfjöllun Kastljóss og tímasetning kallar á sérstaka rannsókn

Bréfaskriftir Páls Guðmundsonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Hugins og Helga Seljan, fréttamanns Kastljóss hér á Eyjafréttum hafa vakið mikla athygli en upphafið var umfjöllun Kastljóss um söluferli Hugins í gegnum dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar blandar sér í málið í athugasemdakerfi og gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Kastljóss. Hann spyr einnig hvort tímasetning umfjöllunarinnar sé […]

Búið að opna inn á 12 sumarflatir í Eyjum

Örlygur Helgi Grímsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmanneyja, opnaði í gær völlinn í Herjólfsdal inn á sumargrín. Öll eru grínin að koma vel undan vetri eins og víðast hvar á landinu og völlurinn að verða vel grænn. Það er þó aðeins heimilt að leika 12 holur af 18 til að byrja með. (meira…)

Svar til Helga Seljan

Sæll Helgi Seljan „ekkifréttamaður“ Þú byrjar á því í svari þínu að velta þér upp úr samlíkingu sem var aðeins hugsuð sem myndmál en var dregin til baka vegna hættu á misskilningi. En samt fellur þú í þá gryfju að reyna að hengja hatt þinn á það. (meira…)

Búið að gera við Skandia

Búið er að gera við sanddæluskipið Skandia og mun skipið verða við dýpkun í Landeyjahöfn í dag. Bógskrúfa skipsins bilaði í gær, en búið er að gera við skipið til bráðabirgða. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir að aðstæður til dýpkunar séu þokkalegar og vonast sé eftir að hægt verði að dýpka í dag og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.