Stífar æfingar hjá ÍBV á Spáni

Strákarnir í meistaraflokki karla eru nú staddir á Spáni í æfingaferð. Fararstjóri ferðarinnar er Hannes Gústafsson eða Hanni Harði. Hann setti niður nokkur orð svo við gætum fylgst með því sem er að gerast hjá þeim. (meira…)
Flugfélagið Ernir með aukaflug í dag

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug til Eyja í dag, miðvikudag klukkan 15:15 frá Reykjavík og frá Eyjum klukkan 16:00. Enn er eitthvað af lausum sætum en farþegar eru beðnir um að bóka tímanlega. Hægt er að bóka flug með því að hringja í 481-3300 eða 562:2640, eða með því að fara inn á heimasíðu […]
Reyna á við Landeyjahöfn á morgun, fimmtudag

Reyna á að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn á morgun, fimmtudag. Til að það gangi eftir, þurfa aðstæður við höfnina að vera mjög góðar, þ.e. ölduhæð og vindur. Fyrsta ferð skipsins á morgun verður hins vegar í Þorlákshöfn en stefnt er að reyna við Landeyjahöfn síðdegis. Endanleg ákvörðun um það verður tekin klukkan 9 í fyrramálið. […]
Samsærissplæs sem ekki heldur

Ágæti Páll, Þú skrifaðir fyrir helgina langan og sundurlausan reiðilestur vegna umfjöllunar Kastljóss um verðmyndun sjávarafurða. Satt best að segja er ekki hlaupið að því að átta sig á því hverjum klukkan glymur í pistli þínum. Þar eru enda alls ótengd hugðarefni þín undir; allt frá deilum um nýtt kvótafrumvarp til þjóðarmorða á gyðingum. Þessu […]
Smávægileg bilun í Skandia

Sanddæluskipið Skandia varð fyrir smávægilegri bilun í dag og hefur ekkert getað sinnt dýpkunarframkvæmdum síðan. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð er bilunin ekki talin stórvægileg og er reiknað með að skipið verði aftur byrjað að dæla upp sandi við Landeyjahöfn á morgun, fimmtudag. (meira…)
Forsala á Jet Black Joe gengur frábærlega

Svo virðist sem það sé góð stemmning fyrir tónleikum rokksveitarinnar goðsagnakenndu Jet Black Joe í Höllinni á morgun. Forsala miða hefur gengið mjög vel en tónleikahaldarinn Björgvin Þór Rúnarsson segir að búið sé að selja á þriðja hundrað miða. (meira…)
Vegagerðin hafnaði öllum tilboðum í rekstur Herjólfs

Vegagerðin hefur hafnað öllum þremur tilboðum í rekstur Herjólfs sem opnuð voru fyrir skömmu. Þetta staðfesti Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs nú rétt í þessu en fyrr í dag var fundað með starfsmönnum skipsins. Þrír aðilar höfðu boðið í reksturinn, Eimskip, sem nú rekur ferjuna, Samskip og Sæferðir. Öllum verður boðið að skila inn nýjum tilboðum […]
Ham og �?lfur �?lfur á þjóðhátíð

Tvær sveitir hafa tilkynnt komu sína á þjóðhátíð í sumar. Annars vegar er um að ræða eitt heitasta bandið á landinu í dag, sem er sveitin Úlfur Úlfur. Þá hefur rokksveitin goðsagnakennda Ham einnig staðfest komu sína í Herjólfsdal en Hamverja þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa fylgst með tónlist undanfarna áratugi. Þetta […]
Gunnar Heiðar skoraði gegn Helsingborg

Norrköping og Helsingborg mættust í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Alfreð Finnbogason léku allan leikinn. Gunnar Heiðar skoraði eina mark leiksins eftir rúmt korter og tryggði heimamönnum þannig sigur í fyrsta leik tímabilsins en Alfreð Finnbogason, sem lék í framlínu Helsingborg, komst ekki á blað. (meira…)
Tvö dæluskip að störfum í Landeyjahöfn

Nú er róið að því öllum árum að opna Landeyjahöfn. Aðstæður til dýpkunar eru ákjósanlegar og hafa verið góðar síðustu daga. Tvö dæluskip eru við dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn, Skandia og Sóley en ekki er líklegt að það náist fullnægjandi dýpi fyrir Herjólf fyrir páska, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun. Hins vegar er það í […]