Vegagerðin hafnaði öllum tilboðum í rekstur Herjólfs
3. apríl, 2012
Vegagerðin hefur hafnað öllum þremur tilboðum í rekstur Herjólfs sem opnuð voru fyrir skömmu. Þetta staðfesti Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs nú rétt í þessu en fyrr í dag var fundað með starfsmönnum skipsins. Þrír aðilar höfðu boðið í reksturinn, Eimskip, sem nú rekur ferjuna, Samskip og Sæferðir. Öllum verður boðið að skila inn nýjum tilboðum en skilafresturinn rennur út 13. apríl næstkomandi. Vegagerðin hefur farið þess á leit að Eimskip reki Herjólf í mánuð í viðbót, eða til 1. júní.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst