Sigurður Bragason með 1000 mörk fyrir ÍBV

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV skoraði þúsundasta markið sitt fyrir félagið þegar ÍBV lagði Víking að velli í 1. deildinni um helgina. Þúsundasta markið var jafnframt fimmta mark hans í leiknum en alls skoraði hann sex mörk í leiknum. (meira…)

Helmingi fleiri aka undir áhrifum nú en í fyrra

Vikan fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem upp komu hjá lögreglu. Skemmtanahald helgarinnar gekk vel fyrir sig og rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins. Lögreglu var tilkynnt um vinnuslys í Vinnslustöð Vestmannaeyja miðvikudaginn 14. mars sl. en þarna hafði starfsmaður stigið niður um gat á rist í gólfi með þeim afleiðingum að hann […]

Anna �?órunn Guðmundsdóttir í ÍBV

Miðjumaðurinn Anna Þórunn Guðmundsdóttir er gengin í raðir ÍBV frá Grindavík og hefur þegar fengið leikheimild með sínu nýja félagi. Anna Þórunn lék sinn fyrsta leik með ÍBV þegar liðið mætti Val í Lengjubikar kvenna á föstudagskvöldið. (meira…)

Eyjamenn töpuðu í Keflavík

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði fyrir Keflavík í Lengjubikarnum í gær en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 3:1 en Ian Jeffs jafnaði metin 1:1 í fyrri hálfleik. Eyjamenn hafa leikið fjóra leiki í 2. riðli A-deildar Lengjubikarsins, tapað þremur en unnið einn. Myndband af mörkum úr leiknum má sjá á SportTV en linkur […]

Naumur sigur norðan heiða

ÍBV vann nauman sigur á KA/Þór í dag en lokatölur urðu 22:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:14. Ivana Mladeonvic fagnaði því að snúa aftur í lið ÍBV eftir leikbann, með því að skora níu mörk en hún var markahæst í ÍBV í dag. Þá varði Florentina Stanciu 23 skot, þar af eitt […]

Loksins sigur hjá ÍBV

Eyjamenn lögðu Víkinga að velli í dag í Víkinni 22:23 en staðan í hálfleik var 10:13. Eyjamenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Víkingum, sem eru í öðru sæti en Selfyssingar, sem berjast við ÍBV um fjórða sætið í deildinni, lögðu efsta lið 1. deildar, ÍR að velli á Selfossi í gær. Fyrir vikið […]

Fleiri ferðir til Landeyja með Baldur sem varaskip

Hugsanlegt er að hægt verði að auka notkun Landeyjahafnar við ferjusiglingar til Vestmannaeyja með því að hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur í siglingum þegar höfnin er ófær fyrir Herjólf. Þrjú skipafélög, að minnsta kosti, hafa kynnt hugmyndir sínar og kannað aðstöðu í Vestmannaeyjum vegna útboðs á rekstri Herjólfs. Auk stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskips, hafa Sæferðir verið […]

�?gisdagurinn í dag

Í dag, laugardag klukkan 13:00 hefst Fyrirtækjamót Íþróttafélagsins Ægis í Íþróttamiðstöðinni. Alls hafa 27 lið skráð sig til leiks en tveir eru í hverju liði og þátttakendur því 54 talsins. Spilað verður boccia þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari en þess má geta að sérstök skammarverðlaun verða fyrir stigalægsta liðið. (meira…)

Börðumst saman eins og við gátum

„Það var ekki til í honum sú hugsun að gefast upp. Við börðumst saman eins og við gátum við þennan sjúkdóm. Líf okkar snerist um þetta og við vonuðumst eftir að sigra,“ segir Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir, en eiginmaður hennar, Jón Björn Marteinsson, sem kallaður var Jónbi, lést úr krabbameini 14. mars. (meira…)

�?g heiti Hjalti

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: „Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið. Hún svarar: „Sonur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.