Vikan fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem upp komu hjá lögreglu. Skemmtanahald helgarinnar gekk vel fyrir sig og rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins. Lögreglu var tilkynnt um vinnuslys í Vinnslustöð Vestmannaeyja miðvikudaginn 14. mars sl. en þarna hafði starfsmaður stigið niður um gat á rist í gólfi með þeim afleiðingum að hann fékk áverka á fót. Ekki er um alvarlega áverka að ræða.