Lokað fyrir umsóknir á tjaldlóðum í dag

Lokað verður fyrir umsóknir klukkan 10:00 í dag til að sækja sér lóð fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að […]
Sóttu slasaðan mann á Helgafell

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna óhapps þar sem ferðamaður á leið á Helgafell hafði slasast. Ekki var hægt að koma sjúkrabíl að viðkomandi og fór björgunarfólk fótgangandi til að hlúa að og bera viðkomandi svo niður í sjúkrabíl. Um 30 mínútum eftir útkall var sjúklingur kominn í sjúkrabíl. (meira…)
Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]
Stelpurnar mæta Tindastól í dag

Einn leikur í Bestu-deild kvenna fer fram í dag og þá á Sauðárkróksvelli. Það eru stelpurnar okkar sem mæta liði Tindastóls klukkan 14:00. ÍBV situr í sjöunda sæti með 13 stig úr 12 leikjum á meðan Tindastóll situr í því níunda með 11 stig. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá Sauðárkróki hér. (meira…)
Ágætis aðsókn í tjaldsvæðin

„Dagarnir eru nokkuð reglu- og þægilegir fyrir utan auðvitað fótboltamótin, goslok og Þjóðhátíð. Þá dagana þurfum við extra athygli og viðhald,” segir Sreten Ævar Karimanovic, umsjónarmaður tjaldsvæða. „Á Þjóðhátíð þurfum við sérstaklega að sinna Þórsvellinum þar sem Herjólfsdalur fer til ÍBV þá vikuna, og viljum við að gestum okkar líði sem allra best við dvölina. […]
Annað samvinnuverkefni sem prýðir hafnarsvæðið

Á hafnarsvæðinu er búið að setja upp sex rusladalla sem líta út eins og Urðaviti fyrir gos. Á facebook síður Vestmannaeyjahafnar kemur fram að rusladallarnir séu enn eitt samvinnuverkefnið sem við höfum unnið að í sumar. Búið var að reyna að finna fallegar tunnur sem myndu hæfa svæðinu okkar en ekkert gekk. Kom þá upp […]
Auknar öryggisreglur í höfninni

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær var eitt erindi á dagskrá þar sem skemmtiferðaskip og leyfi fyrir slöngubáta voru tekin fyrir. Í fundargerð segir að hafnarstjóri hafi farið yfir stöðuna varðandi sjósetningu slöngubáta og kajaka frá skemmtiferðaskipum. Niðurstaða ráðsins er sú að hafnarstjórn fer með yfirstjórn Vestmannaeyjahafnar þ.m.t. öryggismál innan hafnar sbr. m.a. 4. […]
Ætla að jafna aðgengi að sérfræðingum

Nýta mætti heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að veita tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána í þeim tilgangi að fá fleiri sérfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum þar sem er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur skortur á fólki með tiltekna menntun. Þetta segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps […]
Vegalokanir eftir helgi

Búast má við vegalokunum að hluta til á Skansveg austan við gatnamót við Ægistgötu og Kirkjuveg í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ Að öllum líkindum hefjast vegalokanirnar frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 og vara næstu daga. Vegalokanirnar koma til vegna lagningu jarðstrengs til Viðlagafjöru. Aðkoma að Eldfellshrauni verður áfram […]
Túristaspjall: „Lambið á Kránni það besta sem ég hef smakkað”

Þaulreyndur í fjallgöngum, Matthew Matis, 16 ára drengur frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, skaust framhjá blaðamanni niður Heimaklett sem rétt svo náði að stoppa hann af til að ná af honum tali. „Ég vissi að ég þyrfti að kíkja hingað upp strax þegar ég sá Klettinn og útsýnið var heldur betur þess virði. Það er hægt […]