Eimskip tilbúið að koma að smíði nýrrar ferju

Eimskip hefur látið frumhanna nýja ferju sem aðlöguð hefur verið að aðstæðum í Landeyjahöfn. Eftir leit að hentugri ferju, voru aðeins tvær sem komu til greina og gætu verið nothæfar við þær aðstæður sem eru í Landeyjahöfn. Þær eru hins vegar hvorugar á lausu og því var ráðist í frumhönnun nýrrar ferju. Nýja ferjan getur […]

Karlaleiknum frestað til morguns

Í dag átti karlalið ÍBV að leik gegn Fjölni í 1. deild karla í handbolta. En þar sem ekki er flugfært til Vestmannaeyja og Herjólfur siglir í Þorlákshöfn, þá hefur hvorki Fjölnismönnum, né dómarapari leiksins tekist að koma til Eyja. Leiknum hefur því verið frestað enda ekkert útlit að það verði flug í dag. (meira…)

Naumt tap gegn HK á útivelli

Kvennalið ÍBV tapaði naumlega fyrir HK í Kópavoginum þegar liðin áttust við í N1 deildinni í dag. Lokatölur urðu 24:23 en staðan í hálfleik var 12:10. Lokatölur gefa þó ekki rétta mynd af gangi leiksins því heimastúlkur voru yfir allan seinni hálfleikinn og náðu mest sjö marka forystu. (meira…)

Ragnar Leósson semur við ÍBV

ÍBV hefur samið við Ragnar Leósson. Þessi bráðefnilegi piltur á að baki 16 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur leikið 60 leiki með ÍA og skorað í þeim 10 mörk. Ragnar er sóknarþenkjandi leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í hvíta búningnum. Ragnar semur við ÍBV til þriggja ára. (meira…)

Taka á móti Fjölni klukkan 13:30 í dag

Karlalið ÍBV í handbolta leikur síðasta leik sinn í 1. umferð 1. deildar karla í dag klukkan 13:30 þegar Eyjamenn taka á móti neðsta liði deildarinnar, Fjölni. Eyjamenn eru með fullt hús stiga og eru efstir í deildinni en Fjölni hefur ekki enn tekist að ná í stig. Það búast því flestir við auðveldum sigri […]

Herjólfur til �?orlákshafnar á sunnudag

Herjólfur mun sigla að minnsta kosti fyrstu ferð sunnudagsins næstkomandi til Þorlákshafnar. Það er gert þar sem spá um ölduhæð á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er ekki hagstæð. Ákvörðun með framhaldið verður tekin þegar nær líður en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs. (meira…)

Eftir 50 ára samband

Par hélt upp á að hafa verið í sambandi í 50 ár. Þar sem þau sitja við morgunverðarborðið á þessum hátíðardegi, segir hann við hana, „Að hugsa sér, við höfum verið saman í 50 ár”. „Já”, segir hún, „og að hugsa sér að við hefðum líklega verið setið nakin við borðið eftir heitan ástarleik fyrir […]

Á að þjóðnýta útgerðina með skattlagningu í stað fyrningarleiðar.

Áform ríkisstjórnarinnar um að hækka auðlindagjald í 27,0%, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012, jafngildir því að ríkið fari að skattleggja 116% hagnaðar útgerðarfyrirtækjanna að jafnaði, sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í erindi á aðalfundi LÍÚ í dag. (meira…)

Karlalið ÍBV fengu heimaleiki en kvennaliðið útileik

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit Eimskipsbikarkeppni HSÍ. Tvö karlalið frá ÍBV taka þátt í keppninni; ÍBV2 leikur á móti HK2 og meistaraflokkur ÍBV leikur gegn Haukum. Og bæði liðin fá heimaleik, sem leika á 13. og 14. nóvember. Kvennalið ÍBV dróst á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ og verður sá leikur 15. eða […]

Herjólfur siglir til �?orlákshafnar á laugardag og allavega fyrstu ferð á sunnudag

Herjólfur siglir til Þorkákshafnar 29. okt og amk fyrstu ferð 30. okt.Vegna spá um ölduhæð á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar tvær ferðir laugardaginn 29. okt. og amk fyrstu ferð (fyrri ferð) sunnudaginn 30. okt. Varðandi siglingar seinni part sunnudags mun verða tekin ákvörðun um það þegar nær líður. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.