ÍBV hefur samið við Ragnar Leósson. Þessi bráðefnilegi piltur á að baki 16 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur leikið 60 leiki með ÍA og skorað í þeim 10 mörk. Ragnar er sóknarþenkjandi leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í hvíta búningnum. Ragnar semur við ÍBV til þriggja ára.