Kvennalið ÍBV tapaði naumlega fyrir HK í Kópavoginum þegar liðin áttust við í N1 deildinni í dag. Lokatölur urðu 24:23 en staðan í hálfleik var 12:10. Lokatölur gefa þó ekki rétta mynd af gangi leiksins því heimastúlkur voru yfir allan seinni hálfleikinn og náðu mest sjö marka forystu.