Stefnt að byggingu allt að 140 herbergja hótels

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ kemur fram að bæjaryfirvöld og Sextíu plús ehf. hafi komist að samkomulagi um að stefnt verði að byggingu allt að 140 herbergja hótels í svonefndri Hásteinsgryfju. „Þetta er sannarlega ánægjulegt fyrir okkur Eyjamenn enda hér um eina stórtækustu uppbyggingu í ferðaþjónustu á landinu öllu og sennilega eina af stærstu byggingaframkvæmdum í […]

Heimir ráðinn landsliðsþjálfari

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ráðningu nýs landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Þar kemur fram að líklega verði sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck ráðinn á næstu dögum. Morgunblaðið fullyrðir ennfremur að Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV verði ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins. (meira…)

Landeyjahöfn á röngum stað

Landeyjahöfn er á röngum stað og hafnargarðar hennar eru rangt hannaðir. Þetta er mat Halldórs B. Nellett, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og skipherra til margra ára. Halldór sendi Siglingastofnun og fleiri hagsmunaaðilum ítarlega greinargerð fyrir tæpu ári, með ýmsum ábendingum og athugasemdum um Landeyjahöfn. Hann hefur ekki fengið nein viðbrögð frá Siglingastofnun við greinargerð sinni. (meira…)

Töpuðu með þrettán gegn Val

ÍBV tapaði í kvöld fyrir Val á útivelli í N1 deild kvenna. Lokatölur urðu 33:20 en staðan í hálfleik var 14:12. Slakur sóknarleikur í síðari hálfleik varð ÍBV að falli en fyrir vikið komust Valsstúlkur í hraðaupphlaup sem þær nýttu mjög vel. (meira…)

Ian Jeffs áfram hjá ÍBV

Miðjumaðurinn sterki Ian David Jeffs skrifaði fyrr í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Ian Jeffs var einn af lykilmönnum ÍBV í sumar en hann kom til ÍBV á sínum tíma frá enska félaginu Crewe. Síðan þá hefur hann spilað með Fylki, Val og Örebro, áður en hann sneri aftur í […]

Víðar rætt um áhorfendastúku við knattspyrnuvelli landsins

Það er víðar en í Eyjum sem rætt er um byggingu á áhorfendastúku við knattspyrnuvelli. Eftir góða frammistöðu knattspyrnuliðs Ísafjarðar eða BÍ á síðasta sumri, eru nú uppi háværar raddir um stúkubygginu þar. Hefur Ísafjarðarbær lýst vilja til að úthluta lóð til byggingar hennar við Torfunesvöll, en vill ekki eiga fjárhagslega aðkomu að henni, hvorki […]

Verður Ráðhús Vestmannaeyja friðlýst

Á fundi húsafriðunarnefndar ríkisins í haust var samþykkt að fela forstöðumanni nefndarinnar, Pétri H. Ármannssyni, að undirbúa friðun gamla sjúkrahússins í Eyjum sem nú er Ráðhús Vestmannaeyja. Segir í samþykktinni að stefnt skuli að því að færa útlit hússins til upprunalegs horfs. Það þýðir að viðbyggingin sem er vestan Ráðhússins verður fjarlægð. (meira…)

Kvikmyndaröð um íslenskan sjávarútveg:

Á morgun, sunnudag kl. 18.00 verður ný íslensk þáttaröð um íslenskan sjávarútveg, forsýnd í Félagsheimilinu. Þættirnir eru gerðir af Jóni Hermannssyni, kvikmyndagerðarmanni. Þættirnir eru fimm talsins og morgun verður fyrsti þátturinn forsýndur. Hann fjallar um tímaskeiðið frá 1940 til ársins 1960. Vestmannaeyjar koma mjög við sögu í þessum fyrsta þætti, m.a. Binni í Gröf og […]

Eimskips­höllin kostar um hálfan milljarð

Nú liggja fyrir kostnaðartölur vegna Eimskipshallarinnar, fjölnota íþróttahússins við Hástein, þ.e.a.s. uppsetningu og frágang hússins. Lokatölur sýna kostnað upp á 412.463.845 krónur þar af eru aukaverk sem samið var um á samningstímanum 33.229.048 krónur. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.