Hverra hagsmuna er verið að gæta?

Það er staðreynd að þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa fengið styrki frá útgerðarfyrirtækjum og eru því í raun keyptar málpípur þröngra sérhagsmuna og vinna gegn heildarhagsmunum þorra þeirra sem kusu þá á þing eða réðu til að fara með stjórn sveitarfélaga í landinu. Sumir kalla þessa styrki mútur. Nokkrir bæjarstjórar hafa leyft sér með vitund og […]
�?yrla sækir slasaðan mann í Eyjum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er að sækja slasaðan mann til Vestmannaeyja en ekki var hægt að lenda flugvélum þar vegna þoku. Landhelgisgæslan fékk beiðni um aðstoð klukka 12:38 frá lækni í Vestmannaeyjum. Þyrlan fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum kl. 13:38. (meira…)
�?ýsk fréttakona tapaði skilríkjum sínum í Eyjum fyrr í vikunni

Fyrri part vikunnar var þýsk fréttakona, Dörthe Sasse hér í Eyjum að taka myndir og viðtöl fyrir tímarit í Þýskalandi. Hún fór víða um eyjuna. Upp á hraun, út á golfvöll, í verslanir, á söfninin og veitingastaði. Til þessa hefur eftirgrenslan verið árangurslaus.vBið hér með fólk að hafa augun hjá sér. (meira…)
Andri ekki með gegn KR

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV meiddist illa í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabænum. „Ég var að spyrna mér áfram úr kyrrstöðu, heyrði bara smell og fann svo sársaukann. Gervigrasið gefur náttúrulega ekkert eftir en ég var búinn að vera eitthvað stífur í náranum og líklega tæpur fyrir,“ sagði Andri í samtali við Eyjafréttir. […]
Athyglisvert

Í tilefni að skrifum Gísla Valtýssonar gjaldkera Í.B.V héraðssambands um að félagið skuli byggja áhorfendastúku skal hér bent á texta úr ársskýrslu Í.B.V héraðssambands 2010. (meira…)
Vestmannaeyjabær stefnir að því að kaupa hlut í þjónustuhúsinu í Herjólfsdal

Hér á síðunni má lesa yfirlýsingu frá aðalstjórn ÍBV íþróttafélags þar sem þau segjast ekki hafa fengið neitt tilboð frá Vestmannaeyjabæ uppá 27 milljónir króna sem þau segja að bæjarstjórinn Ellliði Vignisson haldi fram. Eyjafréttum er kunnugt um að gerð hafa verið samningsdrög, milli Vestmannaeyjabæjar og ÍBV íþróttafélags, þar sem fram kemur að Vestmannaeyjabær stefni […]
Ekkert tilboð borist frá Vestmannaeyjabæ.

Vegna ummæla Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum um að 27. milljón króna tilboði hafi verið hafnað, vill aðalstjórn ÍBV íþróttafélags árétta að félaginu hefur ekki borist slíkt tilboð og þar af leiðandi aldrei verið tekin afstaða til nokkurs tilboðs. (meira…)
Er ástæða til að óttast?

Í síðustu viku skrifaði ég stutta grein. Í henni gerði ég grein fyrir þeirri skoðun minni og fjölmargra annarra að íslenska þjóðin þyldi ekki mistök í nýrri lagasetningu um fiskveiðistjórnun. Ég benti þar m.a. á að í nýrri löggjöf þyrfti m.a. nauðsynlega að gæta að þrennu: (meira…)
Stúkan við Hásteinsvöll

Stúkumálið við Hásteinsvöll hefur um nokkur ár verið til umræðu meðal bæjarbúa. Mörgum finnst að það sé hlutverk Vestmannaeyjabæjar að byggja þessa stúku, meðan öðrum finnst að það sé hlutverk ÍBV íþróttafélags. Þeim sem ekki eru sérstaklega íþróttasinnaðir, finnst að nóg sé komið í bili af íþróttaframkvæmdum, sem greiddar eru úr sameiginlegum sjóðum Vestmannaeyinga. (meira…)
Svala í brotinni bjórflösku

Theódór Ólafssyni brá nokkuð þegar hann ætlaði að hirða upp brotna glerflösku við Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra. Um var að ræða neðri hluta flöskunnar en þegar hann tók hana upp, sá hann eitthvað inni í flöskunni. (meira…)