Hér á síðunni má lesa yfirlýsingu frá aðalstjórn ÍBV íþróttafélags þar sem þau segjast ekki hafa fengið neitt tilboð frá Vestmannaeyjabæ uppá 27 milljónir króna sem þau segja að bæjarstjórinn Ellliði Vignisson haldi fram. Eyjafréttum er kunnugt um að gerð hafa verið samningsdrög, milli Vestmannaeyjabæjar og ÍBV íþróttafélags, þar sem fram kemur að Vestmannaeyjabær stefni að því að kaupa hlut í Þjónustuhúsinu í Herjólfsdal fyrir 15 milljónir króna.