Markvörður liðsins 45 ára og elsti leikmaðurinn hálfsextugur

Lið KFS lagði KH í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu með 7 mörkum gegn 3. Það sem gerði þennan leik eftirminnilegan er að markvörður KFS, Þorsteinn Gunnarsson er 45 ára gamall og þá lék Hjalti Kristjánsson, þjálfari liðsins, síðustu mínúturnar, en hann er 53 ára gamall. Ekki er vitað um neinn sem spilað hefur í […]

Best fyrir mig að byrja í sænsku deildinni

Eiður Aron Sigurbjörnsson skrif­aði á dögunum undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro. Eiður hefur spilað einstaklega vel í hjarta varnar ÍBV í sumar og verður sárt saknað en hann og Rasmus Christiansen hafa myndað eitt sterkasta miðvarðarpar deildar­innar. Eiður spilaði sinn síðasta leik með ÍBV gegn Fylki en hann kom inn á í […]

Tónlistarperlan Vestmannaeyjar

Vestmanna­eyingar hafa það orðspor að vera miklir tónlistarmenn. Eyjalögin eru landsfræg og ríkt tónlistarlíf er, og hefur alltaf verið, hluti af menningu Eyjamanna. Sem barn hafði ég ekki neinn sérstakan áhuga á tónlist. Tvær „þróanir“ urðu þó til þess að breyta því. Fyrsta þróunin varð þegar breska hljómsveitin Prodigy gaf út lagið Firestarter og ég […]

�?g hef tekið miklum framförum hjá ÍBV

Guðmundur Þórarinsson framlengdi í síðustu viku samningi sínum hjá ÍBV um tvö ár. Guðmundur, sem er fæddur og uppalinn á Selfossi, þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum landsins og þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall, hefur hann talsverða reynslu af efstu deild. Þessi hressi miðjumaður var til í smá spjall af þessum tímamótum. (meira…)

Verður til þess að eyðileggja miðbæinn

Félag kaupsýslumanna í Vestmanna­eyjum skilaði í síðustu viku inn undirskriftalistum sem lágu í nokkr­um verslunum í miðbænum vegna hugmynda um verslunarhúsnæði við Löngulág. Alls skrifuðu 845 manns undir en Gréta Hólm­fríður Grétars­dóttir, formaður fé­lags­ins, afhenti Gunnlaugi Grettis­syni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Vest­mannaeyja og forseta bæjarstjórnar, listann. (meira…)

Flest fyrirtæki búin að byrgja glugga

Það hefur varla farið framhjá mörgum uppþotin sem hafa verið í helstu borgum Bretlandseyja í vikunni. Verstu lætin voru í London en þar hefur ástandið róast nokkuð en um leið færst til annarra borga. Ástþór Ágústsson, Eyjamaður býr stutt frá Lewisham í London en þar voru nokkur læti í vikunni. (meira…)

Unglingar með hærri laun en í höfuðborginni

Vestmannaeyjabær greiðir ungmennum í Vinnuskólanum hærri laun en í Reykjavík, Akureyri og Skagafirði. Þannig borgar Vestmannaeyjabær um 30% hærri laun fyrir nemendur í 8. bekk en þar sem þau eru lægst, 42% hærri laun fyrir nemendur í 9. bekk og 33% hærri laun fyrir nemendu rí 10. bekk. Í tveimur síðastnefndu bekkjunum er borið saman […]

�?etta verður alveg gordjöss hjá okkur

Þann 17. september nk. verður hið árlega lundaball haldið í Höllinni. Álseyingar, sem að þessu sinni sjá um ballið, segja undirbúning ganga vel og að ballið verði glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir veiðibann á lunda í Eyjum þá eru Álseyingar búnir að útvega lunda, svartfugl og annað nauðsynlegt góðmeti fyrir ballið þannig að […]

Staða Fasteignar að skýrast

Íslandsbanki mun yfirtaka eignir Fasteignar sem ekki tilheyra sveitarfélögunum sem standa að félginu. Leigueign Arion banka hf. í Borg­arnesi kann þó að verða undanskilin við yfirtökuna. Íslandsbanki mun jafnframt yfirtaka hluta af rekstrarláni félagsins, sem nemur samtals um einum milljarði í hlutfalli við virkan eignarhlut bankans í Fasteign eftir útgöngu Álftaness og Garða­bæjar úr félaginu. […]

Heimir útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu. Heimir er fimmti Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu frá Enska knattspyrnusambandinu. Hinir eru Guðjón Þórðarson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.