Lið KFS lagði KH í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu með 7 mörkum gegn 3. Það sem gerði þennan leik eftirminnilegan er að markvörður KFS, Þorsteinn Gunnarsson er 45 ára gamall og þá lék Hjalti Kristjánsson, þjálfari liðsins, síðustu mínúturnar, en hann er 53 ára gamall. Ekki er vitað um neinn sem spilað hefur í deildarkeppninni, sem er eldri en Hjalti.