12 ára fór holu í höggi

Daníel Ingi Sigurjónsson, 12 ára, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í morgun. Draumahöggið, sem alla kylfinga dreymir um, náði hann á 12. braut vallarins en af rauðum teig er brautin 110 metra löng og notaði hann svokallaða hybrids kylfu eða „hálfvita“. „Ég sagði við strákinn þegar ég […]

Sísí og Svava í U-17 ára hópnum

Þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir eru á sínum stað í 18 manna hópi íslenska U-17 ára landsliðsins sem tekur þátt í fjögurra liða úrslitum Evrópumótsins. Stelpurnar unnu sér sæti í undanúrslitum fyrr í sumar en mæta Spáni 28. júlí. Sigurliðið leikur svo gegn sigurvegara úr leik Þýskalands og Frakklands um Evrópumeistaratitilinn. (meira…)

Stelpurnar komnar í undanúrslit

2. flokkur kvenna hjá ÍBV er komið í undanúrslit í bikarkeppninni eftir 4:2 sigur á Breiðabliki í gær. Berglind Björg Þorvalsdsdóttir gerði þrennu fyrir ÍBV liðið en Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari liðsins stillti upp sínu sterkasta liði þar sem allar stelpurnar sem spila með meistaraflokki voru með. (meira…)

Lagið heitir La Dolce Vita!

Í dag verður frumflutt Þjóðhátíðarlagið 2011 en það er Trausti Haraldsson sem semur lagið en Páll Óskar Hjálmtýsson semur textann og útsetur lagið. Þá kemur lagahöfundurinn Örlygur Smári einnig að gerð lagsins. La Dolce Vita verður frumflutt á öllum stærstu útvarpsstöðvum landsins í dag og verður spennandi að sjá útkomuna enda ekki hægt að segja […]

Hrikalega ánægður með þetta

„Ég er hrikalega ánægður með þetta og stigin, það er það sem skiptir öllu máli. Það var mjög jákvætt að setja þrjú mörk á þá en mér finnst jákvæðara að þeir skuli bara skora eitt hjá okkur. Mér finnst þeir miklu sterkari fram á við en til baka, sagði Andri Ólafsson eftir sigurinn gegn FH […]

Pepsífjör fyrir FH-leikinn

ÍBV mun taka á móti FH í Pepsídeild karla á sunnudaginn. Í tengslum við leikinn mun Pepsí standa fyrir uppákomum vegna 100 ára afmælis Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Meðal annars mun útvarpsstjóri RÚV, Páll Magn­ússon setjast í heita sætið en ef vallargestir hitta í skífu, þá fær Páll vatnsgusu úr Pepsídósinni yfir sig. Auk þess […]

Nágrannar vilja friða svæðið

Undanfarið hafa hestar verið á beit á svæðinu frá Stapa og að flugbrautinni. Er þetta í mikilli óþökk íbúa í nágrenninu sem segja svæðið mjög dýrmætt og einstakt fugla- og náttúrusvæði. Þegar haft var samband við formann umhverfis- og skipulags­ráðs sagði hann hestana vera þarna í óleyfi og var eigendum gert viðvart. (meira…)

Gísli Jón áfram hjá ÍBV

Eyjamenn eru farnir að safna vopnum fyrir komandi átök í vetur í handboltanum. ÍBV spilar í 1. deild en Eyjamenn ætla sér stóra hluti þar. Gísli Jón Þórisson skrifaði fyrir stuttu undir árs framlengingu á samningi sínum við félagið en Gísli Jón gekk í raðir ÍBV á miðju síðasta leiktímabili. (meira…)

�?rjátíu og fimm ár frá því Herjólfur númer tvö kom

Þann 4. júlí árið 1976 kom Herjólfur númer 2 í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Hann var í eigu hlutafélagsins Herjólfs hf. sem stofnað hafði verið. Hann þjónaði Eyjamönnum til ársins 1992 þegar núverandi Herjólfur kom. (meira…)

Fyrstu tunn­urn­ar á leiðinni

Fyrstu tunnurnar í þriggja tunnu flokkunarkerfi sorps komu til Vestmannaeyja á mánudaginn. Mun Íslenska gámafélagið dreifa þeim til íbúa og er miðað við að því verði lokið í þessari viku. Þetta kom fram á fundi í framkvæmda- og hafnarráði sem leggur ríka áherslu á að Íslenska gámafélagið upplýsi bæjarbúa um seinkunina. Kerfið átti að koma […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.