Daníel Ingi Sigurjónsson, 12 ára, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum í morgun. Draumahöggið, sem alla kylfinga dreymir um, náði hann á 12. braut vallarins en af rauðum teig er brautin 110 metra löng og notaði hann svokallaða hybrids kylfu eða „hálfvita“. „Ég sagði við strákinn þegar ég sá boltann á lofti að þessi væri ofan í,“ sagði Daníel Ingi í viðtali við Eyjafréttir.