Spila ekta breskan fótbolta

ÍBV mætir írska liðinu Saint Patrick‘s Athletic í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, fimmtudag, klukkan 18:00. Leikurinn fer fram á Vodafone vellinum í Reykjavík, heimavelli Vals því Hásteinsvöllur er ekki löglegur fyrir Evrópukeppnina. Eins og fram kemur á íþróttasíðu Frétta eru Írarnir sterkir og komust m.a. í þriðju umferð keppninnar bæði 2009 og 2008. Það má […]
Fyrirheit um bætt lífsskilyrði

Að afloknum erfiðum kafla í þróun byggðar í Vestmanneyjum virðist samfélagið nú vera að ná nokkuð stöðugum vexti. Á árunum 1991 til 2007 fækkaði íbúum nánast stöðugt. Þegar upp var staðið var niðurstaðan næstum 20% íbúafækkun. Úr tæplega 5000 niður í rúmlega 4000. Nú virðist hins vegar varanlegri viðspyrnu vera náð og hefur nú fjölgað […]
Evrópuleikurinn í beinni á netinu

Eins og áður hefur komið fram spilar ÍBV gegn írska liðin Saint Patrick’s Athletic á morgun á Vodafonevelli Valsara. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en ÍBV er með skipulagðar hópferðir á leikinn. En fyrir þá sem ekki komast á leikinn, þá geta þeir hinir sömu horft á leikinn á Sport TV á netinu gegn vægu gjaldi. […]
Aukarútuferð á Evrópuleikinn gegn St Patricks

ÍBV hefur ákveðið að bæta við einni rútu fyrir hópferð stuðningsmanna liðsins á Evrópuleik gegn Saint Patrick’s Athletic en leikurinn fer fram á morgun á Vodafone vellinum. Þetta er gert vegna mikilla eftirspurnar en áhugasamir geta haft samband við skrifstofu ÍBV í síma 481-2060 og pantað sér miða. (meira…)
Erfitt að sigla yfir háveturinn

Verið er að kanna að koma upp föstum dælubúnað í Landeyjahöfn og er það gert í kjölfar þess að Siglingastofnun hefur skoðað hinar ýmsu lausnir. Haft hefur verið samband við hollenskt fyrirtæki sem framleiðir alls kyns dælubúnað og dýpkunarskip. (meira…)
Jeffs verið sex ár í leikbanni

Ian Jeffs miðvallarleikmaðurinn snjalli í ÍBV getur ekki leikið með liðinu í fyrri leiknum gegn St. Patrick’s Athletic annað kvöld í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu. Hann tekur þá út þriðja leikinn í banni sem hann fékk fyrir að fá rautt spjald í leik með ÍBV í Evrópukeppni árið 2005. (meira…)
Torsóttur sigur hjá stelpunum

Eyjastúlkur lentu í miklum vandræðum í leik sínum gegn botnliði Grindavíkur en liðin áttust við á Hásteinsvelli og var leiknum að ljúka. Grindvíkingar komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en Eyjastúlkur höfðu farið afar illa með færin í fyrri hálfleik og gerðu það í raun í enn meira mæli í þeim síðari. ÍBV sóttu nánast […]
Forsölu lýkur á morgun

Forsölu miða á Evrópuleik ÍBV og St. Patrick’s Athletic lýkur á hádegi á morgun, miðvikudag. Mikil eftirvænting er meðal stuðningsmanna ÍBV og bendir allt til þess að Eyjamenn ætli að fjölmenna á leikinn. Hægt er að kaupa miðana í Tvistinum í Vestmannaeyjum og hjá Skeljungi á Bústaðaveginum. (meira…)
Pétur snýr aftur til KFS

Pétur Runólfsson, fyrrum leikmaður ÍBV lék sinn fyrsta leik fyrir KFS um helgina. Hann er ekki ókunnur félaginu þar sem hann var nokkrum sinnum lánaður frá ÍBV til KFS á árum áður. Pétur er samningsbundinn ÍBV út árið en eftir tímabilið 2009 ákvað hann að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun. Hann lék reyndar aðeins með […]
Stelpurnar taka á móti Grindavík

Kvennalið ÍBV tekur á móti Grindavík í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Eftir magnaða byrjun, hefur ÍBV liðinu aðeins fatast flugið í síðustu tveimur leikjum. Fyrst gerði liðið jafntefli gegn KR á útivelli, tapaði svo fyrir Stjörnunni í Garðabæ og féll við það niður í þriðja sætið. Í sjálfu sér úrslit […]