Eyjastúlkur lentu í miklum vandræðum í leik sínum gegn botnliði Grindavíkur en liðin áttust við á Hásteinsvelli og var leiknum að ljúka. Grindvíkingar komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en Eyjastúlkur höfðu farið afar illa með færin í fyrri hálfleik og gerðu það í raun í enn meira mæli í þeim síðari. ÍBV sóttu nánast látlaust að marki Grindvíkinga en inn vildi boltinn hreinlega ekki, m.a. björguðu Grindvíkingar tvívegis á marklínu. En þegar fimm mínútur voru til leiksloks tók Berglind Björg Þorvaldsdóttir sig til, skoraði tvö mörk og tryggði ÍBV stigin þrjú.