Lundi og lundaveiði

Í gær ákvað Umhverfis- og skipulagsráð á fundi sýnum að heimila ekki lundaveiði í Vestmannaeyjum fyrir árið 2011. Þetta var erfið ákvörðun og þó ekki. Ákvörðunin var erfið fyrir þær sakir að lundinn og lundaveiðin er samgróin sögu og menningu Eyjanna. Ákvörðununi var auðveld þar sem engum dylst að ástand stofnsins hér hefur verið mjög […]
Enn heldur ÍBV hreinu

ÍBV hélt hreinu í fimmta leiknum í röð í Pepsídeild kvenna en í kvöld sóttu Eyjastúlkur KR heim í vesturbæinn. Fyrir leikinn hafði ÍBV unnið alla leiki sína og ekki fengið á sig mark en skorað fjórtán. Markatalan breyttist ekkert hjá ÍBV eftir leikinn, liðin skildu jöfn 0:0 en ÍBV mistókst þar með í fyrsta […]
Lundaveiði bönnuð í Vestmannaeyjum

Bannað verður að veiða lunda í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja nú síðdegis. Við Vestmannaeyjar er stærsti lundastofn landsins. Talið er að ríflega 900.000 pör hafi orpið þar í fyrra. Vegna fæðuskorts komust hins vegar færri ungar á legg þá en nokkru sinni áður. (meira…)
Aldrei meiri óvissa

Litla kvótafrumvarpið var samþykkt á Alþingi á laugardaginn en þá höfðu verið gerðar á því umtalsverðar breytingar en þær nægðu ekki til að sátt næðist. Stóra frumvarpið var lagt til hliðar og verður tekið upp í haust. Verði það samþykkt er um algjöra uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu að ræða. Sátt var um að fara hina svokölluðu […]
Stelpurnar sækja KR heim

Glæsileg byrjun kvennaliðs ÍBV í Íslandsmótinu hefur vakið verðskuldaða athygli en eftir fjórar umferðir er ÍBV með fullt hús stig, búið að skora fjórtán mörk en ekki fengið eitt einasta mark á sig. Liðið byrjaði á tveimur 5:0 sigrum gegn Þór/KA fyrir norðan og Þrótti heima. Svo kom 2:0 sigur gegn Breiðabliki og Þrótti. Nú […]
Lundaflug í Heimakletti

Töluvert af lunda sást í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Vísindamenn hafa áhyggjur af því að lundavarp misfarist algjörlega í ár en fuglinn virðist ekki vera farinn að verpa tæpum mánuði eftir hefðbundinn varptíma. (meira…)
ÍBV gæti mætt Eiði Smára og félögum í Fulham

Næstkomandi mánudag verður dregið í fyrstu tvær umferðir forkeppni Evrópudeildarinnar en ÍBV og KR taka þátt í fyrstu umferðinni og FH kemur inn í annarri umferð. ÍBV er í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 1. umferðina en KR er í efri styrkleikaflokki. Íslensku liðin geta þó ekki mæst en Eyjamenn gætu hins vegar dregist […]
Megn bensínlykt í Eyjum

Megn bensínlykt gaus óvænt upp úr ræsum við Vestmannabraut í Vetmannaeyjum í gærkvöldi og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang af ótta við eldhættu. Lyktina lagði inn í íbúðarhús víða við götuna. Bensínstöð er við Faxastíg í grenndinni og voru starfsmenn hennar ræstir út til að yfirfara allan búnað, en þar reyndist allt í lagi og […]
Slösuðust í Vestmannaeyjum

Flytja þurfti slasaðan ökumann bifhjóls með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í kvöld. Ökumaður bifhjólsins fipaðist þegar reiðhjóli var beygt í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að maðurinn féll af bifhjólinu og fótbrotnaði. (meira…)
Sjómannadagurinn tekinn eignarnámi

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga fyrir Sjómannadeginum. Í Vestmannaeyjum var hann einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður og ættingja vorum svo sannarlega stoltir að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Sérstaklega fann maður það sterkt á þessum degi. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði […]