Megn bensínlykt gaus óvænt upp úr ræsum við Vestmannabraut í Vetmannaeyjum í gærkvöldi og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang af ótta við eldhættu. Lyktina lagði inn í íbúðarhús víða við götuna. Bensínstöð er við Faxastíg í grenndinni og voru starfsmenn hennar ræstir út til að yfirfara allan búnað, en þar reyndist allt í lagi og ekki tókst að rekja uppruna lyktarinnar. Svipað atvik kom upp fyrir nokkrum árum, en þá var lyktin ekki eins megn og í gærkvöldi. Það mál er enn óupplýst.