Lokahófi fimleikanna frestað

Lokahófi Fimleikafélagsins Ránar, sem átti að hefjast nú síðdegis, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er auðvitað öskufall og þær aðstæður sem eru í Vestmannaeyjum en lokahófið átti að fara fram í íþróttamiðstöðinni. Nýr tími lokahófsins verður auglýstur síðar. (meira…)
Aðstæður ekki æskilegar fyrir skólahald

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja var fellt niður í morgun vegna öskufallsins. Kaldhæðni örlaganna eru þau að í dag áttu að hefjast svokallaðir Sólskinsdagar en sólin nær varla að skína í gegnum öskuskýið. Í pósti sem Fanney Ásgeirsdóttir sendir á foreldra grunnskólabarna segir aðstæður til skólahalds séu slæmar, bæði utandyra sem innandyra því allir gluggar skólabygginganna […]
Líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum

Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum. Umtalsvert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og fínt öskufjúk er nú í bænum. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja bendir fólki á að unnt er að nálgast rykgrímur á lögreglustöð, heilbrigðisstofnuninni og á slökkvistöðinni […]
Eyjamenn sækja grímur í öskufallinu

Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja hvetur fólk með öndunarfærasjúkdóma til að vera ekki á ferli í Eyjum en töluverð aska hefur fallið þar í morgun. Þá er eigendum búfjár bent á að huga að dýrum sínum. Lögregla segir að nær stanslaus umferð fólks hafi verið um lögreglustöðina í Eyjum í morgun þar sem íbúar eru að sækja sér […]
Skólahald fellur niður

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja fellur niður í dag, mánudaginn 23. maí, vegna öskufalls. Talsvert öskufall er nú í Eyjum, svipað og var þegar mest var í gær. (meira…)
Tryggvi er kinnbeinsbrotinn

Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaðurinn reyndi hjá Eyjamönnum, er kinnbeinsbrotinn eftir höggið sem hann fékk í leiknum gegn Keflvíkingum í Pepsi-deild karla í kvöld, en hann staðfesti þetta við Fótbolta.net nú rétt fyrir miðnættið. Tryggvi og Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur rákust harkalega saman undir lok fyrri hálfleiks. Tryggva var skipt af velli í leikhléinu og hann […]
ÍBV upp í annað sætið

ÍBV er komið upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig eftir laglegan sigur á Keflavík á útivelli. Sigurinn var sannfærandi, Keflvíkingar náðu sjaldan að ógna marki ÍBV á meðan Eyjamenn fengu mun fleiri færi og hefðu í raun átt að gera út um leikinn með því að skora þriðja markið. Mörkin tvö komu strax […]
Náði einstökum myndum af upphafi eldsumbrotanna

Eldgosið í Grímsvötnum hófst í gærkvöldi og fylgdust margir með fréttum af atburðum. Hugur Eyjamanna og fleiri er að sjálfsögðu hjá þeim sem þurfa að þola öskufallið en ekki er nema rétt rúmt ár síðan mikið öskufall varð í Eyjum. Sölvi Breiðfjörð, sjómaður í Vestmannaeyjum og áhugaljósmyndari náði einstökum myndum af gosinu þegar það hófst […]
Leikurinn í beinni á Hallarlundi

ÍBV mætir Keflavík í kvöld klukkan 20:00 en leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli. Eyjamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá þeim velli síðustu tvö ár en vilja gjarnan breyta þeirri sögu í kvöld. Þar sem leikurinn fer fram svo seint um kvöld, þá geta stuðningsmenn ÍBV í Eyjum ekki fylgst liðinu, nema gista eina nótt. […]
Rollur á bryggjurúntinum

Tvær kindur voru á rölti um Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum í morgun með lömb sín. Hafnarvörður sem fylgdist með þeim á morgungöngunni taldi þær hafa komið úr nærliggjandi fjöllum. Sauðfjárbóndi sem á fé á þeim slóðum sagðist hins vegar ekkert kannast við rollurnar. (meira…)