Sömu vinnubrögð og leiddu til hruns

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum líkir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða við þau sem leiddu til bankahrunsins. Til snarpra orðaskipta kom milli framkvæmdastjórans og þingmanns Samfylkingarinnar á fundi í Eyjum í gærkvöldi. (meira…)
Álfurinn �?? Boðar bjarta framtíð…fyrir unga fólkið

Tuttugasta og önnur Álfasala SÁÁ fer fram 19.-22. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár er álfurinn tileinkaður unga fólkinu og mun allt söfnunarfé renna til rekstrar unglingadeildar okkar á sjúkrahúsinu Vogi. Álfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Salan er sérlega mikilvæg núna þegar fjárveitingar og styrkir einkaaðila hafa verulega dregist […]
Heimaey var það

Heimaey VE 1 heitir nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Ísfélagsins en skipið var sjósett í dag og gefið nafn í borginni Talcahuano í Chile. Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að skipið sé af nýrri kynslóð uppsjávarskipa, 71,1 metra langt og 14,40 metra breitt. Burðageta þess er 2.000 tonn í 10 tönkum, sem eru með öflugri […]
Tekjuskerðing fyrir sjómenn og alla Eyjamenn

„Okkur líst ekki á þetta,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns þegar hann var spurður út í frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða. „Ég sá frumvörpin fyrst sl. föstudag en get lítið tjáð mig um efnisatriði því það ríkir trúnaður á þessu ennþá. En það er verið að flækja málin ennþá meira en var og reglugerðarvaldið […]
Enn rekur Eimskip starfsfólk sitt á Herjólfi

Skemmst er þess að minnast, þegar Eimskip, fyrr í vetur, sagði upp þremur þernum á Herjólfi. Í Fréttum sem koma út í dag er bréf frá tveimur konum, Berglindi Jóhannsdóttur og Dagrúnu Sigurgeirsdóttur, sem störfuðu í afgreiðslu Herjólfs í Eyjum, sem nú hafa einnig verið reknar. Þær fara yfir samskipti sín við stjórnendur og starf […]
Opin fundur þingmanna Samfylkingarinnar í kvöld

Opinn fundur Samfylkingarþingmanna í Alþýðuhúsinu í kvöld Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshalli, hafa undanfarnar vikur verið á fundaferð um kjördæmið þar sem þau hlusta á viðhorf íbúa og kynna framtíðarsýn jafnaðarmanna á sóknarfærin. Sjávarútvegsmál, atvinnusköpun, auðlindanýting, samningsmarkmiðin við ESB og hvernig útrýma eigi fátækragildrum og efla menntun […]
Frumsýnir mynd um grálúðuveiðar á Sjómannadag

Peyjarnir á Vestmannaeyja VE 444 og Bergey VE 544 hafa verið að prófa tvílemba grálúðuveiðar um 50 sjómílur austur af Íslandi. Á Vestmannaey er Elvar Aron Björnsson að leysa af en hann hefur notað tækifærið og búið til stuttmynd um þetta ævintýri. Myndin verður frumsýnd á Sjómannadag 4. júní upp í Höll en hér að […]
Hermann fékk tilboð frá Portsmouth

„Ég fékk tilboð í hendurnar frá félaginu um helgina og ég er svona að vega það og meta í rólegheitunum og reikna með að setjast niður með mönnum frá félaginu á næstu dögum. Minn fyrsti kostur er að vera hér áfram og ég er bara bjartsýnn á að svo verði,“ sagði Hermann Hreiðarsson leikmaður enska […]
Og sötra bjór og hugsa: �?g er pakk!

Tónlistarhúsið Harpan var tekið í notkun með pomp og prakt að viðstöddu helsta fyrirfólki landsins, meðan pöpullinn sat heima, enda var honum að sjálfsögðu ekki boðið. Hann getur hinsvegar borgað þessa eitthvað um 30 milljarða króna sem kostar að byggja húsið og svo náttúrlega allt tapið sem verður á rekstrinum. Það er þá eins gott […]
Til móts við tækifærin!

Undanfarnar vikur hafa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ólöf Nordal, varaformaður, verið á ferðinni um landið og átt samtal við flokksmenn. Í dag, þriðjudaginn 17. maí verða þau í Vestmannaeyjum og standa fyrir opnum fundi í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru Eyjamenn hvattir til að fjölmenna. (meira…)