Opinn fundur Samfylkingarþingmanna í Alþýðuhúsinu í kvöld Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshalli, hafa undanfarnar vikur verið á fundaferð um kjördæmið þar sem þau hlusta á viðhorf íbúa og kynna framtíðarsýn jafnaðarmanna á sóknarfærin. Sjávarútvegsmál, atvinnusköpun, auðlindanýting, samningsmarkmiðin við ESB og hvernig útrýma eigi fátækragildrum og efla menntun hafa m.a. verið til umræðu á fundunum sem hafa verið fjölsóttir og líflegir.