Skemmst er þess að minnast, þegar Eimskip, fyrr í vetur, sagði upp þremur þernum á Herjólfi. Í Fréttum sem koma út í dag er bréf frá tveimur konum, Berglindi Jóhannsdóttur og Dagrúnu Sigurgeirsdóttur, sem störfuðu í afgreiðslu Herjólfs í Eyjum, sem nú hafa einnig verið reknar. Þær fara yfir samskipti sín við stjórnendur og starf sitt í afgreiðslunni. Þá segja þær m.a. í bréfi sínu að þær búi í litlu samfélagi, þar sem menn leysa mál sína án þess að skella hurðum. Eimskip hafi hinsvegar ekki áhuga á þeim gildum sem Vestmannaeyingar hafi talið farsælust.