Nemendasýning Myndlistaskóla Steinunnar opnar í kvöld

Nemendur í Myndlistaskóla Steinunnar opna sýningu á verkum sínum í Akóges í kvöld klukkan 20:00. Sýningin verður opin daga 13. til 15. maí frá klukkan 14 til 18. Boðið verður upp á létta hressingu við opnunina og eru allir hjartanlega velkomnir eins og segir í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan. (meira…)

Andrés bakari sýnir á Hótel Selfossi

Í tilefni af bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg mun Andrés Sigmundsson bakameistari frá Vestmannaeyjum sýna vatnslitamyndir á Hótel Selfossi. Þema sýningarinnar er Ingólfsfjall og ber sýningin yfirskriftina Óður til Fjallsins. Á sýningunni verða 40 vatnslitamyndir sem allar eru af Ingólfsfjalli. Andrés bjó á Selfossi í nokkur ár eftir gos og starfaði sem bakameistari hjá […]

Eyjamenn spila á Vodafone-vellinum í Evrópukeppninni

Fyrir leik ÍBV og Vals í gærkvöldi, var gengið frá samningi við Valsmenn um að Eyjamenn muni leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni á Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki kröfur UEFA fyrir Evrópukeppnina og því neyðast Eyjamenn til að spila heimaleiki sína í keppninni annarsstaðar. Vodafone-völlurinn er líklega besti kosturinn enda glæsilegur völlur auk þess […]

Áfram siglt eftir sjávarföllunum

Áfram verður siglt á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eftir flóðatöflum komandi helgi. Farnar verða þrjár ferðir á dag. Á morgun, föstudag fer Herjólfur frá Eyjum klukkan 11:00, 13:30 og 16:00 en frá Landeyjahöfn klukkan 12:15, 14:45 og 17:15. Ferðir næstu daga má sjá í töflu hér að neðan. (meira…)

Vestmannaeyjabær íhugar stjórnsýslukæru á hendur Umhverfisstofnunar

Mánudaginn 9. maí sl. sendi Umhverfisstofnun frá sér fréttatilkynningu þar sem gerð var grein fyrir þeirri ákvörðun að Sorporkustöð Vestmannaeyja skyldi beitt dagsektum frá og með 1. júni næstkomandi. Þá ákvörðun byggði stofnunin fyrst og fremst á því að ryk hefði mælst 420mg/Nm3 í mælingu sem fór fram í mars 2011 og það fullyrt að […]

Hvert, hvenær eða hvort?

Enn er Landeyjahöfn aðeins draumsýn. Engin ferð þangað í rúma 4 mánuði í vetur. Að vísu siglir Herjólfur þangað þessa dagana. En hvenær dags skipið fer ræðst af sjávarföllum, síðasta ferð Herjólfs frá Landeyjahöfn í dag er kl. 15.30. Fleiri ferðir verða ekki farnar þennan daginn. Dýpkunarskipið Skandia liggur biluð í Vestmannaeyjahöfn og hefur svo […]

Magnað sigurmark hjá �?órarni

Það má segja að Eyjamenn hafi ekki verið beint í hátíðarskapi þegar Valsmenn fögnuðu 100 ára afmæli félagsins með heljar mikilli veislu í dag. Hápunkturinn átti svo að vera leikurinn gegn ÍBV en eins og gefur að skilja var völlurinn troðfullur af áhorfendum. Eyjamenn léku manni færri rúman hálfan leikinn og allt leit út fyrir […]

Hughes efnilegur í íslenskunni

Nýjasti leikmaður ÍBV, enski miðjumaðurinn reyndi Bryan Hughes mætti á sína fyrstu æfingu í gær. Í dag mætir ÍBV Val á útivelli og er fastlega búist við því að Hughes verði í leikmannahópnum fyrir leikinn. Blaðamaður Eyjafrétta hitti á Hughes og ræddi aðeins við hann um komuna til Eyja. Enski miðjumaðurinn fékk líka ókeypis kennslu […]

Leikurinn í beinni í Hallarlundi

Eyjamenn mæta Val í kvöld á Vodafone velli þeirra en Valsarar fagna í dag 100 ára afmæli félagsins og verður blásið til heljarmikillar veislu á félagssvæði Valsara í dag. Það má því búast við fjöri á vellinum í kvöld en Eyjamenn ætla að hita upp á staðnum Spot fyrir leik. Þeir sem ekki komast til […]

�?g fyrir hönd hundruða Eyjamanna skora hér á ykkur forvígismenn Samfylkingar og Vinstri grænna

Í síðustu viku birtist í blaðinu Fréttum og hér á eyjafrettum, opið bréf frá Sigurjóni Aðalsteinssyni. Þar óskar hann svara frá forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra varðandi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þá skoraði Sigurjón á þau að heimsækja Vestmannaeyjar og ræða þessi máli við heimamenn. Og nú bætir Sigurjón um betur og skorar á félög Vinstri grænna og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.