Næst stærsti sigur ÍBV

Körfuboltalið ÍBV gerði sér lítið fyrir í dag og vann næst stærsta sigurinn í sögu félagsins. Það voru nágrannar Eyjamanna úr Heklu sem urðu fórnarlömb ÍBV en lokatölur leiksins í dag urðu 134:59 eða 75 stiga munur. Eyjamenn voru mun sterkari allan tímann, komust m.a. í 20:0 áður en gestirnir náðu að skora sína fyrstu […]

Hugsanlega hægt að dýpka í dag

Sanddæluskipið Skandia gat athafnað sig í Landeyjahöfn í nokkrar klukkustundir aðfaranótt föstudags og undir morguninn en ölduhæð í höfninni var þá undir 2 metrum. Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að tekist hafi að fjarlægja hátt á annað þúsund rúmmetra. Gangi ölduspá gengur eftir muni Skandia komast til að dýpka í Landeyjahöfn í nokkrar klukkustundir í […]

Ester skoraði 11 gegn Val

Leikur ÍBV og Vals í síðustu umferð N1 deildar kvenna hafði ekki mikla þýðingu. Valsstúlkur voru þegar búnar að tryggja sér efsta sætið og ÍBV átti ekki lengur möguleika á sæti í úrslitum. Engu að síður var leikurinn ágætis skemmtun en sem fyrr er getumunurinn á liðunum einfaldlega of mikill til að ÍBV ætti möguleika […]

Eyjamenn sterkari en HK

ÍBV lagði HK 4:1 í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Kórnum í dag, en staðan í leikhléi var 2:0 fyrir Eyjamenn. Ian Jeffs reið á vaðið með marki á 40. mínútu, Tryggvi Guðmundsson náði síðan að setja hann á síðustu mínútu fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV í 3:0 með marki á 55. mínútu […]

Stelpurnar taka á móti Val í dag

Kvennalið ÍBV tekur í dag á móti nýkrýndum deildarmeisturum í Val í síðustu umferð deildarkeppni Íslandsmótsins í handbolta. Leikur liðanna hefur nákvæmlega enga þýðingu fyrir liðin, Valur er þegar búið að tryggja sér efsta sætið í deildinni og ÍBV mun enda í sjötta sæti. Það er því ljóst að leikurinn í dag er sá síðasti […]

Eyjamenn unnu unglingana í FH

Fyrr í kvöld lék karlalið ÍBV gegn ungmennaliði FH í Eyjum. Eyjamenn mega illa við því að tapa stigum í baráttunni við Víking um 4. sæti 1. deildarinnar sem gefur sæti í umspili um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Strákunum urðu ekki á nein mistök, léku við hvern sinn fingur í síðari hálfleik […]

Landeyjahöfn líklega lokuð út mars

Á annað þúsund rúmmetrar af jarðefnum voru fjarlægðir úr Landeyjahöfn í nótt og undir morgun. Þá fór ölduhæð undir tvo metra svo skipverjar á dýpkunarskipinu Skandiu gátu hafist handa. Vonast er til að hægt verði að halda dýpkun áfram í nokkrar klukkustundir á sunnudaginn. (meira…)

Svona gera karlar á klósettinu

Svona í tilefni föstudagsins. – Það hafa flestir tekið eftir því, að þegar konur bregða sér á salernið, – séu þær staddar í selskap, þá fara þær þangað saman í hóp. Og þar er málin víst rædd inn að innstu rótum. – En karlar eiga líka sínar sérkennilegu siði á salerninu, en það ræðst af […]

Um Sparisjóð Vestmannaeyja

Á hausnum Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið á hausnum í um tvö ár. Það hefur ekki farið hátt. Fréttir, vikublað Vestmannaeyinga, hefur svona heldur farið mjúkum höndum um ástandið þegar fjallað hefur verið um málefni Sparisjóðsins. Sannleikurinn er sá, að Sparisjóður Vestmannaeyja var ekkert betri en margir aðrir sparisjóðir sem hafa verið í fréttum undanfarið. Hann […]

Djúpið sýnt í Bæjarleikhúsinu í kvöld

Leikverkið Djúpið verður sýnt í bæjarleikhúsinu í kvöld, föstudag. Ingvar E. Sigurðsson leikur eina hlutverkið í sýningunni sem hefur fengið afar góða dóma, m.a. fimm stjörnur bæði í Frétta­blaðinu og í DV. Handritið skrifaði Jón Atli Jónasson en hann leikstýrði einnig myndinni. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.