Körfuboltalið ÍBV gerði sér lítið fyrir í dag og vann næst stærsta sigurinn í sögu félagsins. Það voru nágrannar Eyjamanna úr Heklu sem urðu fórnarlömb ÍBV en lokatölur leiksins í dag urðu 134:59 eða 75 stiga munur. Eyjamenn voru mun sterkari allan tímann, komust m.a. í 20:0 áður en gestirnir náðu að skora sína fyrstu körfu. Stærsti sigur ÍBV var gegn Hrunamönnum árið 2005 þegar ÍBV hafði betur 117:35.