ÍBV komið með þátttökuleyfi

Í gær fundaði Leyfisráð KSÍ en fyrir fundinum lágu fyrir gögn frá nokkrum félögum þar sem sótt er um þátttökuleyfi fyrir sumarið. Þrettán félögum hafði verið veitt leyfi í byrjun mánaðarins en sjö fengu leyfi nú, m.a. ÍBV. Félagið, ásamt Keflavík og Fjölni uppfylla hins vegar ekki kröfu um menntun þjálfara yngri flokka og gerir […]

Helmingslíkur á að Gunnar semji við Nörrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur greinilega náð að heilla forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins Nörrköping en Gunnar tók þátt í æfingaferð liðsins til Mallorca í síðustu viku. Gunnar skoraði m.a. eitt mark og lagði upp tvö í æfingaleik með liðinu. Samningaviðræður eru í gangi milli leikmannsins og félagsins en Gunnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að […]

Eyjamenn standa sig vel

Nú er Mottumars rétt tæplega hálfnaður en Mottumars er átak Krabbameinsfélags Íslands þar sem einstaklingar og lið safna skeggi og um leið áheitum. Fjölmargir Eyjamenn eru skráðir til leiks og sem fyrr leiðir Ágúst Sverrir Daníelsson einstaklingskeppni Eyjamanna en Ágúst hefur safnað 55 þúsund krónum, hvorki meira né minna. (meira…)

�?rítugur maður gómaður með kannabisefni

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar ágætlega fram og án teljandi vandræða. Við komu Herjólfs til Vestmannaeyja að kvöldi 9. mars sl. hafði lögreglan afskipti af karlmanni á þrítugsaldri vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Við leit í farangri mannsins fundust ætluð fíkniefni sem talin eru vera […]

Loðnuslútt með Eyþóri Inga á Volcano

Um næstu helgi mun rokkarinn Eyþór Ingi spila á Volcano en Eyþór mun rokka upp í Eyjamönnum bæði föstudags- og laugardagskvöld. Væri ekki flott að kíkja við á Volcano Café, skemmta sér með okkur þar. Frítt inn alla helgina. (meira…)

Fundur um samgöngumál á miðvikudaginn

Næstkomandi miðvikudag, klukkan 19:30 verður fundur um samgöngumál í Vestmannaeyjum en verulega hefur reynt á þolrif Eyjamanna hvað varðar Landeyjahöfn í vetur. Höfnin hefur meira og minna verið lokuð en framsögumenn eru m.a. Sigurður Áss Grétarsson, frá Siglingastofnun, Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskip, Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bílar og Fólk/Sterna og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernir. (meira…)

Stuðningsmannakvöld ÍBV í Reykjavík á laugardag

Leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta standa fyrir stuðningsmannakvöldi í Reykjavík laugardaginn 19. mars. Kvöldið fer fram í veislusal Hótel Cabin í Borgartúni á 7. hæð. Boðið verður upp á glæsilega 3 rétta máltíð. Veislustjórn verður í höndum Páls Magnússonar, ræðumaður kvöldsins verður engin annar en sjálfur Hemmi Gunn, sem lofar góðum sögum af Eyjamönnum. Bræðurnir […]

Herjólfur fer síðari ferð dagsins

Herjólfur mun sigla síðari ferð dagsins í dag, mánudag. Farið verður frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. (meira…)

Herrakvöld Handknattleiksdeildar ÍBV á föstudag

Föstudagskvöldið 18. mars næstkomandi mun hið rómaða Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV fara fram í Akóges. Að venju verður mikið um dýrðir, um matinn sér Einsi „Kaldi“ Árna að sinni alkunnu snilld ásamt aðstoðarmönnum en þar verður galdrað fram ótrúlegt bragð. Veislustjóri og skemmtikraftur er engin annar en Sólmundur Hólm sem skrifaði bókina um Gylfa Ægis en […]

�?rslitasætið úr sögunni

ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni á laugadaginn í N1 deild kvenna en leikurinn fór fram í Garðabæ. Lokatölur urðu 35:25, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19:11. Þar með er ljóst að ÍBV á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta en fjögur efstu liðin fara þangað. ÍBV er komið niður í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.