Nú er Mottumars rétt tæplega hálfnaður en Mottumars er átak Krabbameinsfélags Íslands þar sem einstaklingar og lið safna skeggi og um leið áheitum. Fjölmargir Eyjamenn eru skráðir til leiks og sem fyrr leiðir Ágúst Sverrir Daníelsson einstaklingskeppni Eyjamanna en Ágúst hefur safnað 55 þúsund krónum, hvorki meira né minna.