Stór helgi framundan hjá IBV-íþróttafélagi

Framundan er stór helgi hjá ÍBV-íþróttafélagi. 197 iðkendur, þjálfarar og fararstjórar fara til keppni um helgina ásamt því að ÍBV mun eiga 7 fulltrúa á landsliðsæfingum. Bæði er verið að keppa í Íslandsmótinu í handbolta og þá er Faxaflóamót yngri flokka í fótbolta hafið. Meistaraflokkarnir í fótbolta eru einnig að hefja leik í Lengjubikar. (meira…)
�?jónustuleysi um borð í Herjólfi er til háborinnar skammar

Í framhaldi af grein Valmundar Valmundarsonar um daginn á Eyjafréttum langar mig að lýsa skoðun minni í nokkrum atriðum á samgöngumálum Vestmannaeyja. – Ég er undrandi á þögninni í yfir samgöngumálum okkar. Ég er sammála honum Valmundi, ætlar virkilega enginn að tjá sig um samgöngumál okkar Eyjamanna? Tökum sem dæmi þjónustuna sem var í boði […]
Endurmeta þörf á plóg og dælubúnaði

Verið er að meta breytingar á sandburði í og við Landeyjahöfn. Hann hefur minnkað mikið og hugsanlegt að hann verði nær þeim áætlunum sem gerðar voru upphaflega. Því þurfi að endurmeta þörf á sjálfvirkum dælubúnaði fyrir höfnina og einnig hvort kaupa eigi plóg í samvinnu við Vestmannaeyjabæ. (meira…)
Opin borgarafundur um umhverfismál á morgun

Á morgun, fimmtudag, verður haldinn opinn borgarafundur um umhverfismál í Höllinni. Fundurinn er á vegum Umhverfisstofnunar og hefst klukkan18:00. Kristín Linda Árnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Már Ársælsson frá stofnuninni munu halda framsögu, auk þeirra Þorsteinn Ólafsson frá Matvælastofnun og Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. (meira…)
Ekki dýpkað í Landeyjahöfn í morgun

Ekki hefur verið dýpkað í Landeyjahöfn í morgun vegna sjólags en dælt var úr höfninni fram á kvöld í gær. Þá voru um 1.000 rúmmetrar af gosösku fjarlægðir, samtals hefur um 2.000 rúmetrum verið dælt úr höfninni undanfarna daga. (meira…)
Landeyjahöfn ekki opnuð í vikunni

Landeyjahöfn verður líklega ekki opnuð í vikunni að mati Siglingastofnunar þar sem dýpkun hennar gengur hægt. Aldrei áður hefur höfnin verið lokuð svo lengi sem nú. Búið er að fjarlægja um þriðjung jarðefna sem þarf til að opna höfnina aftur fyrir siglingar Herjólfs. (meira…)
Varnargarðurinn við Markarfljót er hálfnaður

Nýr 600 metra varnargarður við Markarfljót er kominn hálfa leið til sjávar. Garðinum er ætlað að flytja ósa fljótsins svo minna af framburði þess berist inn í Landeyjahöfn. Nýi varnargarðurinn mun færa ósa Markarfljóts 400 metra til austurs svo minna af framburði þess berist inn í Landeyjahöfn. Hann er reistur til bráðabirgða og verður fjarlægður […]
Fækkar um 6 starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja

Alls fækkar um 6 starfsmenn, allt konur,á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna niðurskurðar ríkisstjórnarinnar. Eru stöðugildi þessara 6 starfsmanna 4,5. Þetta kom fram í svari velferðarráðherra á Alþingi í dag, við spurningu Sigurðar Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. (meira…)
Tvær Eyjastelpur í U-17 ára landsliðinu

Tvær handboltastelpur úr ÍBV hafa verið valdar í 20 manna æfingahóp Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins en riðill Íslands verður leikinn hér á landi dagana 25. til 27. mars. Þetta eru þær Berglind Dúna Sigurðardóttir, sem leikur í markinu og Drífa Þorvaldsdóttir, sem er skytta. Með Íslandi í riðli eru Spánn, Króatía og Sviss en þjálfarar […]
Bingó í kvöld í Týsheimilinu

Í kvöld, þriðjudaginn 22. febrúar klukkan 19:30 verður haldið Bingó í Týsheimilinu. Allur ágóði rennur óskiptur í ferðasjóð 4. flokks kvenna og karla í handboltanum hjá ÍBV en flokkarnir stefna á keppnisferð til Svíþjóðar síðar á þessu ári. Veglegir vinningar eru í boði og sjoppa á staðnum. (meira…)