Tekur fjóra daga að opna Landeyjahöfn

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun er gert ráð fyrir að það taki fjóra daga að opna Landeyjahöfn. Eins og greint var frá byrjaði dæluskipið Perlan að dæla upp sandi við mynni Landeyjahafnar í morgun. Þegar búið er að hreinsa upp sandrif sem hefur myndast við hafnarmynnið, þá mun dæluskipið halda áfram sanddælingu í og […]
Eyjastelpa í Samkeppni Samúel.is

Þessa dagana er verið að kynna keppendur í Samkeppni vefsins www.samuel.is. Ein stúlkan kemur frá Vestmannaeyjum en það er Kristín Erla Tryggvadóttir. Hún er reyndar búsett í Hafnarfirði en fæddist í Eyjum og ólst hér upp. Keppnin er öll hin glæsilegasta en alls hafa átta stúlkur verið kynntar til leiks. Sigurvegari fær glæsilega vinninga, m.a. […]
Perlan byrjuð að dýpka

Dýpkunarskipið Perlan kom við í Eyjum í nótt og er nú statt í Landeyjahöfn þar sem dýpkun hafnarinnar er hafin. Ekki hefur verið hægt að sigla upp í Landeyjahöfn síðan 28. september síðastliðinn en þá var Perlan biluð og komin í viðgerð í Hafnarfirði. Herjólfur hefur því síðustu vikur siglt til Þorlákshafnar en ekki liggur […]
Hjónaball í Alþýðuhúsinu 30. október

Þann 30. október næstkomandi verður haldið alvöru hjónaball í Alþýðuhúsinu en stuðbandið Obbo-sí mun leika fyrir dansi. Um er að ræða mat og skemmtun og sem mun standa frá 20:00 til 02:00 en aldurstakmarkið er nokkuð hressilegt, 25 ára og eldri eru velkomnir. (meira…)
Erum áfram til í að borga fyrir heilbrigðisþjónustu í Reykjavík

Elliði Vignisson, bæjarstjóri færði rök fyrir því á samstöðufundi á Selfossi í dag, að landsbyggðin standi undir heilbrigðisþjónustu höfuðborgarsvæðisins. Elliði sagði að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu verið 497 milljarðar á síðasta ári. 332 urðu til á landsbyggðinni en 161 á höfuðborgarsvæðinu. „Í Reykjavík, þar sem alþingi starfar, þar sem öll ráðuneytin eru, þar sem allir stjórnmálaflokkar […]
Tveir um tvítugt teknir með kannabisefni

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og fór skemmtanahald að mestu vel fram. Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og var í báðum tilvikum hald lagt á kannabisefni. Ekki var um mikið magn að ræða og játuðu þeir aðilar sem þarna […]
Föruneyti G.H. með tónleika á Rósenberg í kvöld

Föruneyti G. H. verður með tónleika á Rósenberg mánudaginn 11. október klukkan 21. Hljómsveitin spilar einungis lög sem meðlimir hafa gaman af að spila. Gísli Helgason hefur samið töluvert af lögum á liðnum árum og flytur Föruneytið sum þeirra. Þar blandast saman jazz-blokkflautupopp og söngdansar eins og t. d. Kvöldsigling. (meira…)
Eyjamenn efstir eftir fyrri hluta

Taflfélag Vestmannaeyja hefur 1,5 vinnings forskot á Íslandsmeistara Taflfélags Bolungarvíkur að loknum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór um helgina. Hellismenn koma 1,5 vinningi þar á eftir en þessar þrjár sveitir eru í sérflokki. (meira…)
Múrbúðin opnar í Eyjum

Klukkan 10:10, sunnudaginn 10. október opnaði Múrbúðin í Vestmannaeyjum. Múrbúðin er staðsett á Flötum 29, þar sem Geisli var áður til húsa en sömu eigendur eru að Geisla og Múrbúðinni. Fjölmenni var við opnunina en verslunin er öll hin glæsilegasta. Aðalsteinn Jónsson er verslunarstjóri Múrbúðarinnar en hann starfaði áður í verslun Geisla. (meira…)
Eyjamenn enn efstir á skákmótinu

Taflfélag Vestmannaeyja hefur 2 vinninga forystu að lokinni þriðju umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag, eftir 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Íslandsmeistarar Taflfélags Bolungarvíkur eru í 2. sæti, með 18 vinninga, þrátt fyrir tap, 3,5-4,5 fyrir Hellismönnum sem eru í þriðja sæti með 15 vinninga. (meira…)