Eyjamenn enn efstir á skákmótinu

Taflfélag Vestmannaeyja hefur 2 vinninga forystu að lokinni þriðju umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag, eftir 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Íslandsmeistarar Taflfélags Bolungarvíkur eru í 2. sæti, með 18 vinninga, þrátt fyrir tap, 3,5-4,5 fyrir Hellismönnum sem eru í þriðja sæti með 15 vinninga. (meira…)

Baráttusigur Eyjamanna

ÍBV vann í dag sannkallaðan baráttusigur á Stjörnunni í 1. deild karla en liðin áttust við í Eyjum. Stjarnan var yfir allan tímann, allt þar til um tíu mínútur voru til leiksloka að Eyjamenn náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Forystuna létu þeir ekki af hendi og unnu að lokum 21:18 í […]

�?ruggur sigur á Gróttu

Kvennalið ÍBV vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á heimavelli í 2. umferð N1-deildar þegar Grótta kom í heimsókn. Áður höfðu Eyjastúlkur tapað fyrir Fylki á útivelli en sigurinn á Gróttu var nokkuð sannfærandi. Eftir jafnar upphafsmínútur, þar sem Grótta komst m.a. í 1:3, tóku Eyjastúlkur öll völd á vellinum og breyttu stöðunni í 7:3. […]

Mótmælendur voru á bilinu 1300-1500

Einhver umræða hefur átt sér stað um fjölda mótmælenda á mótmælunum á Stakkó í gær. Lögregla áætlaði að um 600 manns væru á mótmælunum og Ríkissjónvarpið og Eyjar.net hafði það eftir þeim. Morgunblaðið sagði að á annað þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en ritstjórn Eyjafrétta taldi að um 1500 manns hefðu tekið þátt […]

Eyjamenn efstir á Íslandsmóti í skák

Taflfélag Vestmannaeyja leiðir eftir fyrstu umferð Íslandsmót skákfélaga, sem hófst í gær í Rimaskóla, eftir 8-0 stórsigur á Skákdeild KR. Taflfélag Bolungarvíkur er í 2. sæti eftir 6½-1½ sigur á Fjölni og Hellismenn eru í þriðja sæti eftir 6-2 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Önnur umferð fer fram í fer á eftir og hefst kl. 11. […]

Tveir handboltaleikir og körfuboltaleikur

Það verður nóg að gera fyrir íþróttaþyrsta í Eyjum í dag. Þeir hinir sömu geta komið sér vel fyrir í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar rétt fyrir klukkan 13:00 og verið þar fram undir kvöldmat því í boði verða heilir tveir handboltaleikir og einn körfuboltaleikur. Öll meistaraflokkslið ÍBV í vetraríþróttum spila sína fyrstu leiki í dag. Kvennaliðið […]

Enn fær golfvöllurinn í Eyjum lof frá erlendum blaðamönnum

Fjölmargir erlendir blaðamenn heimsóttu Ísland í sumar til að kynnast íslenskum golfvöllum. Golvöllurinn í Vestmannaeyjum fær venju samkvæmt mikla athygli og langflestir eru með myndir og umfjöllun um völlinn, sem af mörgum þykir einstakur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Völlurinn virðist því heilla þá sem hingað koma, nú sem endra nær. (meira…)

Illa vegið að öryggi Eyjamanna

Stjórn Vestmannaeyjadeildar Sjúkraliðafélags Íslands hefur sent frá sér mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Sjúkraliðar telja illa vegið að öryggi Eyjamanna vegna landfræðilegrar sérstöðu og segja að fyrirhugaður niðurskurður sé ekkert annað en tilfærsla á þjónustu. (meira…)

Draga ætti núverandi ríkisstjórn fyrir Landsdóm

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og íbúi í Vestmannaeyjum tók til máls á mótmælafundi á Stakkó í dag. Hildur er dóttir Drífu Björnsdóttir sem síðustu 17 ár hefur séð um að koma Eyjamönnum í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en í ræðu sinni sagði hún m.a. að ef af hugmyndum um niðurskurð verði, þá þurfi barnshafandi konur […]

�??Lifi Vestmannaeyjar!�??

Elliði Vignisson, bæjarstjóri flutti þrumuræðu yfir mótmælendum í Eyjum í dag þegar um 1500 Eyjamenn mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði í rekstri Heilbrigðistofnunar Vestmannaeyja. Elliði kom víða við í máli sínu, sagði að Eyjamenn stæðu frammi fyrir ógn en ógnin væri ekki aflabrestur, ekki að válynd veður grandi fiskibátum eða að eldgos eyði byggð. Hættan væri að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.