Herjólfur kenndi grunns á háflóði

Landeyjahöfn er ófær og mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma. Skipstjóri Herjólfs segir að sjórinn sé gruggugur þrjá kílómetra út frá suðurströndinni vegna framburðar úr Markarfljóti. Herjólfur tók niðri í Landeyjahöfn á sunnudag. Í gær sigldi skipið samkvæmt áætlun í nýju höfnina en kenndi þar grunns á háfjöru um hádegisbil. Í gær var […]

Landeyjahöfn lokuð

Eftir morgunferð Herjólfs í Landeyjahöfn í dag er ljóst að hún er ófær. Því verður siglt til Þorlákshafnar frá Vestmannaeyjum í dag kl. 15:15. Ekki er ljóst hversu lengi þarf að sigla til Þorlákshafnar. Áætlun verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:30 og 15:15. Frá Þorlákshöfn 11:15 og 18:45. (meira…)

Fjögur af tólf fallegustu mörkunum komu á Hásteinsvelli

Nú stendur yfir kosning á fallegasta marki sumarsins í Pepsídeild karla á www.ruv.is en valið stendur á milli tólf glæsilegra marka. Fjögur af þessum tólf mörkum komu á Hásteinsvelli og skoruðu Eyjamenn tvö þeirra. Sigurmark Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Keflavík í sumar hlýtur að koma sterklega til greina og sömuleiðis þrumufleygur Danien Justin Warlem gegn […]

Leikskólasaga

Rekstur leikskóla er ekki lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga. Engu síður er sú þjónusta ein sú mikilvægasta sem veitt er í nútíma sveitarfélögum. Í Vest­mannaeyjum er horft til barna sem helstu auð­linda samfélagsins og því mikilvægt að standa vel að þjónustu við þau. Ánægja, líðan og ár­angur þjónustuþega eru einnig meðal mest notuðu mælikvarða á gæði samfélagsins. […]

�?nnur ferð Herjólfs á morgun fellur niður

Vegna óhagstæðra sjávarfalla mun ferð Herjólfs sem á að fara frá Vestmannaeyjum á morgun kl. 10:30 og frá Landeyjahöfn kl. 12:30 falla niður, samkvæmt upplýsingum frá Eimskip. (meira…)

Stöðvuð með kannabis á leiðinni til Eyja

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þó nokkur erill um helgina enda fjöldi fólks að skemmta sér. Skemmtanahaldið fór reyndar að mestu leiti vel fram en eitthvað var um að menn væru að takast á en engar kærur liggja fyrir. Lögreglu var tilkynnt um svokallað „unglingapartý“ að kvöldi […]

Unnið að lausnum

Gosefnið úr Eyjafjallajökli gerði fleira en safnast upp fyrir mynni Landeyjahafnar og hamla þar með siglingum í höfnina. Í ofanálag smaug það inn í legur í skrúfubúnaði dýpkunarskipsins Perlunnar svo nauðsynlegt reyndist að endurnýja hluta búnaðarins. Perlan er því í slipp og mun viðgerð væntanlega ljúka í lok vikunnar. Verður þá þegar hafist handa við […]

ÍBV spáð 2. sæti í 1. deild

Í hádeginu í dag var árlegur kynningafundur vegna handboltatímabilsins sem hefst um næstu helgi. Hápunktur fundarins er þegar spár formanna, fyrirliða og þjálfara fyrir veturinn eru gerðar opinberar. Karlalið ÍBV leikur í 1. deild en liðinu er spáð góðu gengi í vetur og telja fyrrnefndir aðilar að Eyjamenn eigi eftir að lenda í 2. sæti. […]

Aska skemmdi skrúfu dýpkunarskips

Fíngerð aska í Landeyjahöfn hefur skemmt skrúfubúnað dýpkunarskipsins Perlu. Ekki er búist við að viðgerð ljúki fyrr en um næstu helgi. Tvær síðustu ferðir Herjólfs féllu niður í gær vegna veðurs og sjólags í Landeyjahöfn. Skipið kenndi þar grunns tvisvar í gær. Skipstjóri á Herjólfi segir að vel hafi gengið að sigla um nýju höfnina […]

Tökur seinkuðu Herjólfi

Á mbl.is er sagt frá því að Herjólfi hafi seinkað í morgunferðinni en tökur á kvikmynd í Vestmannaeyjum hafi sett strik í reikningin í ferðum skipsins. Verið var að taka upp atriði þar sem líkfylgd kemur út úr Herjólfi en tökurnar seinkuðu brottför um 20 til 25 mínútur. Ekki fengust upplýsingar um hvaða kvikmynd er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.