Gosefnið úr Eyjafjallajökli gerði fleira en safnast upp fyrir mynni Landeyjahafnar og hamla þar með siglingum í höfnina. Í ofanálag smaug það inn í legur í skrúfubúnaði dýpkunarskipsins Perlunnar svo nauðsynlegt reyndist að endurnýja hluta búnaðarins. Perlan er því í slipp og mun viðgerð væntanlega ljúka í lok vikunnar. Verður þá þegar hafist handa við áður ákveðna dýpkun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst