Tökur seinkuðu Herjólfi

Á mbl.is er sagt frá því að Herjólfi hafi seinkað í morgunferðinni en tökur á kvikmynd í Vestmannaeyjum hafi sett strik í reikningin í ferðum skipsins. Verið var að taka upp atriði þar sem líkfylgd kemur út úr Herjólfi en tökurnar seinkuðu brottför um 20 til 25 mínútur. Ekki fengust upplýsingar um hvaða kvikmynd er […]

Babb í bátinn

Tvær ferðir Herjólfs voru felldar niður í gær vegna veðurs. Skipið sigldi ekki klukkan 15:00 frá Eyjum og ekki heldur klukkan 21:00. Ölduhæð klukkan 15:00 var 3,5 metrar en 3,9 metrar klukkan 21:00. Farþegar sem komust með skipinu til Eyja fullyrða að Herjólfur hafi tekið niðri. Atvikinu er lýst þannig að farþegar hafi mjög greinilega […]

Ísbíltúr til Vestmannaeyja

Ég er einn af þeim sem fagn­aði því mjög þegar ljóst var að Land­eyja­höfn yrði að veru­leika og sá fyrir mér að ferðum mínum til Eyja myndi fjölga veru­lega, hef þegar skotist í ísbíltúr með samferðafólki sem aldrei hefði farið með Herjólfi frá Þorlákshöfn. (meira…)

Eitt af þremur lélegustu liðum seinni umferðarinnar

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var að vonum ekki kátur í leikslok í viðtali á Fótbolti.net. Andri sagði m.a. í viðtalinu að ÍBV hefði verið eitt af þremur lélegustu liðunum í deildinni í seinni umferð Íslandsmótsins og að liðið hefði spilað lélegan fótbolta. Hann var líka ósáttur við leik liðsins gegn Keflavík í dag en hægt […]

ÍBV endaði í þriðja sæti

ÍBV endaði Íslandsmótið í þriðja sæti. Árangurinn er betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona og markmiðinu, Evrópukeppninni var náð en margir brostu út í annað þegar Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV tilkynnti landi og þjóð það markmið sitt. Engu að síður er ekki laust við vonbrigði eftir leiki dagsins því ÍBV hefði getað með sigri […]

Karlakórinn �?restir með tónleika:

Nú í lok september heldur Karla­kórinn Þrestir tónleika til styrkt­ar Krýsuvíkursamtök­unum. Einir tónleikar verða í Eyjum, í Hvítasunnukirkjunni Á undanförnum árum hefir sú hefð skap­ast að kórinn byrjar vetrarstarfið með styrkt­artón­leikum til góðgerðarsam­taka. (meira…)

Meira vöruúrval og gott verð

Verslunin Jazz tískuverslun og Mark­aðstorg Kringlunnar eru komin í samstarf. Áslaug Bjarnhéðinsdóttir hefur rekið Jazz um árabil og mun gera það áfram. Þegar Jazz opnaði á þriðjudag var verslunin troðfull af nýjum og spennandi vörum í dömu- herra-, barna- og unglingafatnaði. „Jazz hefur boðið upp á mjög góð verð en við ætlum að gera enn […]

Fyrsta lundaballið var haldið 1924

Marinó Sigursteinsson, pípulagningameistari, Mari pípari, hefur lagst í könnun á skrifum Árna Árnasonar, símritara, um lunda­veiði í Eyjum. Þetta eru gagnmerkar heimildir um lundaveiði í Vestmannaeyjum og mannlíf í kringum hana frá upphafi síðustu aldar og fram yfir 1960. „Samkvæmt því sem kemur fram hjá Árna var fyrsta lundaballið haldið árið 1924. Á tímabilinu frá […]

�?að glæsilegasta frá upphafi

„Það er ekki efi í okkar huga að lundaballið á laugardaginn verður það flottasta frá upphafi. Eina ballið sem stenst einhvern samjöfnuð er ballið fyrir sjö árum sem var líka í okkar umsjón. Erum við þá ekki að monta okkur,“ sögðu Halldór og Einar Hallgrímssynir, talsmenn fé­laga í Ystakletti sem heldur Lundaballið í ár. (meira…)

Fimm stuðningsmönnum ÍBV bannað að fara með í hópferð

Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV hafa bannað fimm stuðningsmönnum liðsins að fara með í hópferð á leik liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. ÍBV var í vikunni sektað af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ um 25 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á leik þess gegn Stjörnunni um síðustu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.