�?að glæsilegasta frá upphafi

„Það er ekki efi í okkar huga að lundaballið á laugardaginn verður það flottasta frá upphafi. Eina ballið sem stenst einhvern samjöfnuð er ballið fyrir sjö árum sem var líka í okkar umsjón. Erum við þá ekki að monta okkur,“ sögðu Halldór og Einar Hallgrímssynir, talsmenn fé­laga í Ystakletti sem heldur Lundaballið í ár. (meira…)

Fimm stuðningsmönnum ÍBV bannað að fara með í hópferð

Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV hafa bannað fimm stuðningsmönnum liðsins að fara með í hópferð á leik liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. ÍBV var í vikunni sektað af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ um 25 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á leik þess gegn Stjörnunni um síðustu […]

Allir jafnir nema �?li Týr

Á dögunum var farið út í Suðurey í smölun en í Vestmannaeyjum er fé í úteyjum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta.is slóst með í för nokkurra kappa sem sóttu féð fyrir veturinn. Auk þess þurfti að bólusetja féð sem verður í eyjunni í vetur. Hópur smalamanna samanstóð af mönnum frá 16 ára og upp í […]

25 þúsundkall í sekt

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild ÍBV um 25 þúsund krónur vegna ósæmilegrar hegðunar nokkurra stuðningsmanna liðsins á leik ÍBV og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þar varð Halldór Orri Björnsson fyrir aðkasti að mati dómarans, Magnúsar Þórssonar, sem gerði athugasemd í leikskýrslu sína vegna þessa. (meira…)

Allt gert til að halda Landeyja­höfn opinni

Á morgun, föstudag, leggur sam­gönguráðherra fram tillögu í ríkisstjórn þar sem gert er ráð fyrir viðbótar fjárframlagi til að halda Landeyjahöfn opinni í vetur. Er stefna ráðherra að Landeyjahöfn verði aðalhöfn Herjólfs en siglt verði til Þorlákshafnar ef ófært er í Bakka­fjöru. Til að mæta kostnaði gerir hann ráð fyrir að fargjöld verði hugsanlega hækkuð […]

Leikfélag Vestmannaeyja opnar nýja heimasíðu

Leikfélag Vestmannaeyja opnaði nú fyrir skömmu nýja heimasíðu félagsins. Leikfélagið fagnar í ár 100 ára afmæli sínu og af því tilefni var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar heimasíðu þar sem hægt verður að finna allar helstu upplýsingar um félagið. Síðan er enn í vinnslu en hægt er að kíkja á hana með því að […]

Hópferð til Keflavíkur

ÍBV mun bjóða upp á hópferð á leik Keflavíkur og ÍBV í síðustu umferð Íslandsmótsins en mikil spenna er fyrir síðustu umferðina því þrjú lið eiga enn möguleika á titlinum eftirsótta. Allir leikir síðustu umferðarinnar fara fram á laugardaginn klukkan 14:00 en nánari útlistun á ferðatilhögun og skráningu í ferðina má sjá hér að neðan. […]

Finnur og Tryggvi í leikbanni gegn Keflavík

Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson, leikmenn ÍBV taka báðir út leikbann í síðustu umferð Íslandsmótsins þegar ÍBV sækir Keflavík heim. Eyjamenn eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitli en verða að treysta á að Breiðablik misstígi sig þar sem stigi munar á liðunum. Ekkert nema sigur kemur til greina þar sem Breiðablik er með mun hagstæðara markahlutfall. […]

Um sjósetningarbúnað björgunarbáta Herjólfs

Lengi hafa undirritaðir haft áhuga á öryggismálum sjómanna. Og frá árinu 1980, sérstaklega sjósetn­ingarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Sá fyrsti var settur í Kap II VE 4, 24. febrúar 1981. Síðan höfum við fylgst með öðrum gerðum sjósetn­ingarbúnaðar, hér á landi, eftir því sem tilefni hafa gefist til. Hafa þær ekki náð fótfestu og er sú fyrsta, sem […]

Vestmannaeyjar hættulegasti staður landsins?

Samkvæmt úttekt í DV eru flestar líkamsárásir á landinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt úttektinni voru 82 líkamsárásir sem komu inn á borð lögreglunnar. En í öðru sæti eru Suðurnes með 62 líkamsárásir. Ekki er ólíklegt að þjóðhátíðin skekki myndina svolítið en auk þess er Goslokahátíðin orðin ein af stærri bæjarhátíðum landsins. DV segir að umdæmi Vestmannaeyja […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.