Hópferð til Keflavíkur
22. september, 2010
ÍBV mun bjóða upp á hópferð á leik Keflavíkur og ÍBV í síðustu umferð Íslandsmótsins en mikil spenna er fyrir síðustu umferðina því þrjú lið eiga enn möguleika á titlinum eftirsótta. Allir leikir síðustu umferðarinnar fara fram á laugardaginn klukkan 14:00 en nánari útlistun á ferðatilhögun og skráningu í ferðina má sjá hér að neðan. Nú þegar hafa 33 skráð sig í ferðina, þótt hún hafi ekki verið auglýst fyrr en nú.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst