Vilja að allt verði gert til að tryggja öruggar siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar

Fundur í bæjarmálafélagi Vestmannaeyjalistans haldinn 14. september 2010 krefst þess að gripið verði til allra tiltækra ráða til að tryggja öruggar siglingar milli Vestmannaeyja- og Landeyjahafnar. Meðal annars þarf sanddæluskip eða sanddælubúnaður ávallt að vera til staðar til að koma í veg fyrir lokun Landeyjahafnar eins og nú hefur orðið raunin á. (meira…)
Leyfi fyrir Herjólfsklefum gefið út

Siglingastofnun segir ekkert því til fyrirstöðu að nota farþegaklefa um borð í Herjólfi á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Tilskilið leyfi verði gefið út í dag. Samkvæmt öryggisskírteini um lágmarksmönnun um borð í Herjólfi þarf tólf manna áhöfn til að sigla með 400 farþega til Landeyjahafnar. Gamla skírteinið til Þorlákshafnar kveður á um 14 manna […]
Dýpkun hafin í mynni Landeyjahafnar

Dýpkun er hafin í mynni Landeyjahafnar að nýju. Dýpkunarskipið Perla lagð af stað frá Vestmannaeyjum á fimmta tímanum í morgun. Ölduhæð hefur verið rétt rúmur metri frá því um klukkan tvö við Landeyjahöfn, en hún má ekki vera meiri svo skipið geti athafnað sig. Ágætis veður er við höfnina en vegna ölduhreyfinga gengur verkið hægt […]
Líkamsárás í Eyjum í nótt

Líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt. Maður sló til annars manns á veitingahúsi um þrjú leytið í nótt og hlaut sá er ráðist var á áverka á andliti. Ekki er víst hvort maðurinn hafi hlotið skaða á auga við árásina en læknir mun meta ástand hans með morgninum. Árásarmaðurinn gistir fangageymslu lögreglunnar. […]
�?tilokað að sandur berist aftur inn

Siglingastofnun telur útilokað að sandur sem dælt er úr Landeyjahöfn berist þangað inn aftur. Í hádegisfréttum sagði skipstjóri dýpkunarskipsins Perlu að hann hefði áhyggjur af því að sandur sem honum er gert að losa austan við nýju höfnina fari aftur inn í hana. (meira…)
Ekki hægt að moka peningum endalaust í sandinn

Samgönguráðherra segir langtímalausn í málefnum Landeyjahafnar felast í því að kaupa nýja ferju. Ekki sé endalaust hægt að moka peningum í sandinn í Landeyjahöfn. Yfirhönnuður Landeyjahafnar segir ástandið þar vera eðlilega byrjunarörðugleika. Landeyjarhöfn hefur nú verið lokuð í níu daga eftir að Herjólfur tók niðri í höfninni. Dýpkunarskipið Perla bíður þess að komast að höfninni […]
Brottför Herjólfs frestað vegna leiks Selfoss og ÍBV

Ákveðið hefur verið að seinka stoppdögum Herjólfs en þeir höfðu áður verið ákveðnir eftir hádegi 21. september, fyrir hádegi 22. september, 29. september og 30. september. Dagarnir eru notaðir til viðhalds á skipinu og var bæjarráð Vestmannaeyja búið að samþykkja dagana. Þeim hefur nú verið frestað þannig að Herjólfur mun ekki sigla tvær síðari ferðirnar […]
Telur sand geta borist aftur inn

Skipstjóri dýpkunarskipsins Perlu hefur áhyggjur af því að sandur sem dælt er úr Landeyjahöfn berist aftur inn í höfnina. Hann segir hafstrauma á svæðinu flytja efnið vestur fyrir hafnarmynnið. Á laugardaginn voru tæplega tvö þúsund rúmmetrar af sandi fjarlægðir úr Landeyjahöfn. Það er um tíundi hluti þess sem talið er að þurfi að moka burt […]
Jökullinn aftur orðinn hvítur

Í nótt féll snjór á gosstöðvunum í Eyjafjallajökli. Hvítir flekkir höfðu myndast fyrr í mánuðinum en nú snjóaði það mikið að jökullinn er farinn að taka á sig fyrri mynd, hvítur og fagur. Það er sú fjallasýn sem Eyjamenn, og fleiri auðvitað hafa saknað í sumar eftir eldgosið í Eyjafjallajökli enda hefur jökullinn síðan þá […]
Dýpkunarskipið enn í Eyjum

Dýpkunarskipið Perla liggur enn við bryggju í Vestmannaeyjum þar sem aðstæður í Landeyjahöfn eru ekki hentugar til dýpkunar. Ölduhæð hefur verið tæpir tveir metrar í morgun en hún má ekki vera meiri en einn metri svo skipið geti athafnað sig. Óttar Jónsson, skipstjóri á Perlu, segist lítið annað geta gert en að fylgjast með veðri […]