Leyfi fyrir Herjólfsklefum gefið út
15. september, 2010
Siglingastofnun segir ekkert því til fyrirstöðu að nota farþegaklefa um borð í Herjólfi á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Tilskilið leyfi verði gefið út í dag. Samkvæmt öryggisskírteini um lágmarksmönnun um borð í Herjólfi þarf tólf manna áhöfn til að sigla með 400 farþega til Landeyjahafnar. Gamla skírteinið til Þorlákshafnar kveður á um 14 manna áhöfn með sama farþegafjölda þangað, og var þá gert ráð fyrir því að farþegaklefar væru í notkun.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst