Líkamsárás í Eyjum í nótt
15. september, 2010
Líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt. Maður sló til annars manns á veitingahúsi um þrjú leytið í nótt og hlaut sá er ráðist var á áverka á andliti. Ekki er víst hvort maðurinn hafi hlotið skaða á auga við árásina en læknir mun meta ástand hans með morgninum. Árásarmaðurinn gistir fangageymslu lögreglunnar.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst