Ekki siglt í Landeyjahöfn í dag

Herjólfur siglir ekki til Landeyjahafnar í dag en þetta er þriðji dagurinn í röð sem ekki er hægt að sigla til hafnarinnar nýju. Skipið sigldi í morgun til Þorlákshafnar til að flytja bæði fólk og vörur til Eyja en verulega er farið að vanta nauðsynjavörur í Eyjum. Fyrirhugað var svo að fylgja ferðinni til Þorlákshafnar […]
Lóðsinn sat fastur í Landeyjahöfn

Nú er Herjólfur á leið til Eyja en skipið sigldi til Þorlákshafnar í morgun. Áætlað er að Herjólfur verði kominn til Eyja upp úr eitt en tæplega hundrað farþegar eru um borð. Áætlað var að Herjólfur myndi sigla síðdegis upp í Landeyjahöfn en Hallgrímur Hauksson, stýrimaður um borð telur litlar líkur á því. „Lóðsinn var […]
Herjólfur siglir á ný til �?orlákshafnar

Áætlað er að Herjólfur sigli á ný til sinnar gömlu hafnar í Þorlákshöfn í fyrramálið. Ferjan leggur af stað klukkan sex og fer síðan til baka til Eyja klukkan tíu. Síðar á morgun er ráðgert að miðað verði við bráðabirðgaáætlun sem gengur út frá að við að hægt verði að sigla til Landeyjahafnar en það […]
Herjólfur siglir ekki í dag

Herjólfur siglir ekki milli lands og Eyja í dag, annan daginn í röð en ferðir skipsins hafa verið stopular síðan á föstudag. Eins og áður hefur komið fram er farið að bera á vöruskorti í Eyjum, m.a. er enga mjólk að fá í Vestmannaeyjum. Flugfélagi Ernir heldur þó uppi áætlunarflugi milli lands og Eyja og […]
Reynt að koma til móts við farþega Herjólfs

Í fréttatilkynningu frá Sterna, sem sér um rútuferðir til og frá Landeyjahöfn, kemur fram að reynt verði að koma til móts við farþega Herjólfs í breyttri áætlun. Á morgun, miðvikudaginn 8. september verður rúta í Landeyjahöfn þegar Herjólfur fer í sína fyrstu ferð en ekki verður farið frá Hvolsvelli fyrr en klukkan 9:00 samkvæmt áætlun. […]
Aukaferð hjá Flugfélaginu Erni

Aukaferð verður í dag hjá Flugfélaginu Erni. Ferðinni er bætt við reglubundna áætlun félagsins til Eyja vegna mikillar eftirspurnar og verður brottför úr Reykjavík klukkan 15:00 og 15:40 úr Eyjum. Vegna þessarar ferðar gætu í kjölfarið losnað sæti í síðdegisferðinni sem fer frá Reykjavík 16:30 og frá Eyjum klukkan 17:15. (meira…)
Herjólfur fer ekki 15:30

Enn er ekki fært með Herjólfi upp í Landeyjahöfn en skipið hefur ekki enn farið ferð í dag. Herjólfur fór ekki heldur í gær og er nú farið að bera á vöruskorti, m.a. var sagt frá því á vef Ríkisútvarpsins að mjólkurlaust væri í Vestmannaeyjum. Áætlað var að skipið myndi sigla 15:30 en nú hefur […]
Fyrsta ferð felld niður

Fyrstu ferð Herjólfs í dag, þriðjudaginn 7. september féll niður vegna veðurs. Á Stórhöfða voru 22 metrar á sekúndu klukkan 7:00 í morgun en ölduhæð við Landeyjahöfn var 3,0 metrar á sama tíma. Næsta ferð skipsins er áætluð frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. (meira…)
Einn gisti fangageymslu vegna ölvunar

Það er ekki hægt að segja annað en liðin vika hafi verið róleg eins og reyndar undanfarnar vikur og rólegt í tengslum við skemmtanahald helgarinnar þrátt fyrir nokkurn fjölda sem var að skemmta sér. Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann gat ekki gert grein fyrir sér sökum ölvunar og fékk […]
Fyrirstaða við annan hafnargarðinn

Samkvæmt fyrstu mælingum í Landeyjahöfn í dag hefur myndast rif við annan hafnargarðinn sem truflar siglingar Herjólfs um höfnina. Áætlun skipsins tekur nú mið af sjávarföllum og verða farnar þrjár ferðir á dag það sem eftir er vikunnar. (meira…)