Eyjastúlkur duttu í lukkupottinn
Segja má að Eyjastúlkur hafi dottið í lukkupottinn nú rétt í þessu þegar dregið var í 16 liða úrslitum Visabikars kvenna. Þegar sex lið voru enn eftir í pottinum var ÍBV eitt þeirra og stórliðin tvö Breiðablik og Valur einnig. ÍBV hafði þó heppnina með sér, stórliðin mætast en andstæðingur ÍBV verður ÍA en Skagastúlkur […]
Sektarlaus vika á Bókasafninu!!

Fram að Þjóðhátíðardegi er sektarlaus vika á Bókasafninu. Bæði er unnt að skila á opnunartíma 10-17 (sumaropnun) eða að setja í póstkassa við anddyri Safnahúss. Nú er um að gera að safna öllum óskilabókunum saman og skila. Engar sektir – ekkert vesen. Syndaselir eru hvattir til að nýta tækifærið og koma með bækurnar á safnið […]
Kosningarúrslitin síðustu helgi, kvótakerfið og lundinn

Kosningarnar hér í Eyjum síðustu helgi fóru nákvæmlega eins og ég spáði fyrir um, og það nánast upp á atkvæði og í sjálfu sér er lítið um þau að segja. Á landsvísu eignuðumst við Frjálslynd tvo bæjarfulltrúa, en áttum engan fyrir og erum því nokkuð sátt. Varðandi þá hugmynd okkar að skila auðu eða hundsa […]
Landsbjörg verðlaunaði Vestmannaey

Árlega á Sjómannadaginn veitir Slysavarnafélagið Landsbjörg viðurkenningu til áhafna sem sótt hafa námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenningin er farandbikar sem afhentur er til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. (meira…)
Enn einn útisigur Eyjamanna staðreynd

Það var hörkuleikur í Grindavík í dag, á Sjómannadaginn sjálfan þegar sjómannaliðin, Grindavík og ÍBV mættust í fyrsta leik 6. umferðarinnar í Pepsi-deildinni. Grindvíkingar voru stigalausir fyrir leik en Eyjamenn hinsvegar með 8 stig. (meira…)
Svörtu púkarnir unnu

Hressómeistarinn var haldinn á föstudaginn og alls tóku sex lið þátt í keppninni. Fimm eru í hverju liði og glímdu við 10 æfingar. Það voru Svörtu púkarnir, sem er hópur af konum á öllum aldri, sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Rúmum 30 sekúndum á eftir voru Massarnir sem er hópur af strákum sem æfa saman […]
Eyjastúlkur áfram í bikarnum

Eyjastúlkur unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð Vísabikarkeppni kvenna en leikurinn fór fram í Reykjavík í gær. Bæði lið leika í 1. deild og eru af mörgum talin vera tvö af bestu liðum deildarinnar og líkleg til að vinna sér sæti í úrvalsdeild í haust. Það var því fróðlegt að sjá Eyjaliðið í […]
KFS með sitt fyrsta stig

KFS vann sitt fyrsta stig í kvöld þegar liðið gerði 3:3 jafntefli gegn KFK en leikurinn fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Eyjamenn byrjuðu vel í leiknum, Birkir Hlynsson kom KFS yfir en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Bjarni Rúnar Einarsso jafnaði svo í 2:2 úr víti á 76. mínútu en enn […]
Gruggugt vatn í krönum Eyjamanna

Vegna viðgerða á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja í nótt sem leið er töluvert loft á neysluvatnskerfi Eyjamanna. Vatnið kemur gruggugt úr krönum en er drykkjarhæft. Margir íbúar Vestmannaeyja hafa sett sig í samband við HS veitur í Eyjum í dag vegna óhljóða í vatnslögnum. Í kjölfar viðgerðar á vatnsleiðslu til Eyja í nótt komst loft inn […]
Leggur til 10 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heimilt verði að veiða 160 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Þetta er 10 þúsundum tonna meira en stofnunin lagði til fyrir réttu ári. Stofnunin metur stærð þorskstofnsins nú 850 þúsund tonn. (meira…)