Sektarlaus vika á Bókasafninu!!
7. júní, 2010
Fram að Þjóðhátíðardegi er sektarlaus vika á Bókasafninu. Bæði er unnt að skila á opnunartíma 10-17 (sumaropnun) eða að setja í póstkassa við anddyri Safnahúss. Nú er um að gera að safna öllum óskilabókunum saman og skila. Engar sektir – ekkert vesen. Syndaselir eru hvattir til að nýta tækifærið og koma með bækurnar á safnið um leið og þeir fá sér nýjar fyrir sumarið. Jafnframt er vakin athygli á því að ferðabækurnar hafa nú verið settar fram, auk nýrra og sívinsælla kiljubóka.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst