Eyjastúlkur áfram í bikarnum
5. júní, 2010
Eyjastúlkur unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð Vísabikarkeppni kvenna en leikurinn fór fram í Reykjavík í gær. Bæði lið leika í 1. deild og eru af mörgum talin vera tvö af bestu liðum deildarinnar og líkleg til að vinna sér sæti í úrvalsdeild í haust. Það var því fróðlegt að sjá Eyjaliðið í samanburði við sterkari andstæðing en þær hafa leiki gegn í Íslandsmótinu til þessa og stelpurnar stóðust prófið. Lokatölur urðu 1:3 fyrir ÍBV en Þórhildur Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir ÍBV.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst