Nýir starfshættir í bæjarstjórn

Einn mesti ljóður á vinnu í bæjarstjórnum á Íslandi er samskiptaleysi og samráðsleysi milli meirihluta og minnihluta. Meirihlutinn ræður eðlilega en alltof oft gerir hann það einn og sér og minnihlutinn er settur út í horn þar sem hann þarf að híma næstu fjögur árin. Allar tillögur meirihlutans ganga í gegn í krafti meirihluta atkvæða […]

�??�?víst hvað tekur við hjá mér�??

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnukappa en hann var í láni hjá enska 1. deildarliðinu Reading frá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg í vetur. Gunnar Heiðar hefur ekki verið í náðinni hjá Dönunum en hann segir framtíðina óljósa. ,,Það er óvíst hvað tekur við hjá mér. Ég veit að það er […]

Eygló þrýstir á annan fund með samgönguráðherra

Eygló Harðardóttir, þingmaður Suðurkjördæmis hefur óskað eftir fundi með Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra vegna frétta um samkomulag Vestmannaeyjabæjar og Eimskips um fjölgun ferða Herjólfs í Landeyjahöfn. Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gærkvöldi, gerir samkomulagið ráð fyrir að Vestmannaeyjabær og Eimskip leggi fram 6 milljóna króna framlag til að fjölga ferðunum en […]

Rökrétt framhald af Valsleiknum

Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali að hann hræddist ekki FH-inga og sjálfsagt hafa margir talið þjálfarann vera full djarfur í yfirlýsingu sinni. En Heimir stóð við stóru orðin, hann tefldi djarft og uppskar ríkulega. Heimir stillti upp sókndjörfu liði, pressaði FH-inga hátt á vellinum, eitthvað sem Hafnfirðingar áttu síst von á. „Mér fannst þetta flottur […]

Hræddust ekki ferð til Íslands

Margir hafa lagt hönd á plóg við hreinsun eftir öskufallið um síðustu helgi. Nágrannar hjálp­uðust að og sjálfboðaliðar hreins­uðu t.d. útisvæði sundlaugar­innar. Þá komu fjórir Veraldar­vinir til Eyja fyrir helgi í þeim tilgangi að græða upp Elfell. Einhver bið verður á því að þau gangi í það verkefni, enda meiri þörf á að hreinsa öskuna […]

Fyrsti sigur ÍBV kom á heimavelli Íslandsmeistaranna

Það voru ekki margir sem áttu von á að ÍBV myndi ná að stríða Íslandsmeisturum FH í kvöld en liðin áttust við á heimavelli Íslandsmeistaranna í Kaplakrika. Leikmenn ÍBV voru hins vegar á öðru máli og þegar aðeins 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 0:2 ÍBV í vil. FH-ingar náðu að minnka […]

Vestmannaeyjabær og Eimskip sameinast um að fjölga ferðum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja og Eimskip hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér um að greiða hvort um sig þriðjung þess sem kostar að fjölga ferðum Herjólfs í Landeyjahöfn í fjórar ferðir að meðaltali á dag. Nú er áætlað að skipið sigli 1360 ferðir á ári en Eimskip hefur reiknað að heildarkostnaður við fjölgun ferða […]

Hefur ekki áhyggjur af FH

ÍBV leikur í kvöld þriðja útileikinn af fjórum í upphafi Íslandsmótsins þegar liðið sækir FH heim. Upphaflega átti liðið að leika þrjá útileiki og einn heimaleik, gegn Val en þeim leik var víxlað á milli félaganna vegna öskufallsins. Því byrja Eyjamenn á fjórum útileikjum og sjálfsagt ágætt að eiga þá ekki eftir. Það verður allt […]

�?rettán glæsilegar stúlkur í Sumarstúlkukeppninni 2010

Hin árlega Sumarstúlkukeppni verður haldin í Höllinni 19. júní nk. en þetta er í 24. sinn sem keppnin er haldin. Í ár eru það 13 glæsilegar stúlkur sem taka þátt og eru æfingar að fara á fara á fullt en nánar verður sagt frá keppninni þegar nær dregur. Framkvæmdastjóri keppninnar er Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir en […]

Mikið hreins­unarstarf framundan

Bæjarbúar hafa verið duglegir við hreinsun á húsum og görðum eftir öskufallið um síðustu helgi. Enn er þó mikil aska á götum og víðs vegar um bæinn sem gerir það að verkum að svifryksmengun er mikil um leið og hreyfir vind. „Við erum með öll okkar tæki á fullu,“ sagði Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.